Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Árni Helgason
Vilborg Gunnarsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 2007
svg
223,1 m²
svg
9 herb.
svg
3 baðherb.
svg
6 svefnh.
svg
Þvottahús

Lýsing

Domusnova fasteignasala kynnir: Einstaklega reisulegt og glæsilegt einbýlishús í hjarta borgarinnar við Nýlendugötu 5A í 101 Reykjavík. Húsið er að fullu uppgert timburhús sem fágætt er að finna með einstakri staðsetningu. Húsið stendur á rólegum stað þar sem stutt er í verslun, þjónustu, gömlu höfnina, menningu, kaffihús og veitingastaði. Engin götuumferð er við húsið vegna staðsetningar inni í porti en aðgengi er um undirgöng frá Norðurstíg sem gerir það að verkum að þótt húsið sé í hjarta Reykjavíkur þá er portið vel falið og mjög rólegt svæði.
Húsið er flutningshús frá 2005, með steyptum kjallara, klætt aluzink-bárujárni með hvítlökkuðum gluggum og svölum. Farið var eftir leiðbeiningum Húsafriðunarnefndar við uppgerð hússins og arkitekt við flutning þess var Jon Nordsteien. Upprunalegt tréverk er haft sýnilegt eins og tök var á innanhúss, annars veggir gipsklæddir með krossvið eða panel undir. Rafmagn var allt endurnýjað sem og pípulagnir, einangrun, öll ytri klæðning og innri klæðning að mestum hluta sem og útihurð, svalhurðir, dren og gluggar uppgerðir.  Allt er varðar rafmagn yfirfarið af sérfæðingi og húsið er því einstaklega vel jarðtengt. Svalir allar endurnyjaðar árið 2017 sem og allt þakið árið 2023.  Í húsinu er varmaskiptir. 

Hiti er í innkeyrslu er tekur allt að 2 til 3 bíla sem og hellulögn í garði. Garður er skjólsæll SV-garður með rifsberja- og sólberjarunnum, Kirsuberjatrjám bæði að framan og í garði, blómstrandi Gullregni, ljósbleikri Sýrenu, veglegu Reynitré o.fl. Borgarlandið eða portið fyrir framan húsið er hellulögð vistgata með fallegum ljósastaurum, trjám og upphituðum göngustig. 

Allar nánari upplýsingar veitir Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali í síma 618-0064 eða á netfang solvi@domusnova.is
Athugið að eignin verður ekki sýnd í opnu húsi. Bóka þarf einkaskoðun hjá Sölva og fær hver aðili góðan tíma í að skoða eignina.


Eignin er í heild skráð 223,1 m²  skv. Þjóðskrá Íslands, þar af er kjallari 60,4 m²  en þar er sér íbúð sem möguleiki er á leigja út.

Byggingarár er skráð 2007 hjá HMS en upphaflega Húsið var byggt árið 1898 við Lindargötu en flutt að Nýlendugötu 5A árið 2005. Húsið var gert upp af núverandi eigendum.

Nánari lýsing:
Allt húsið er með óvenju mikilli lofthæð af timburhúsi að vera sem og stóru stigahúsi með einstökum og veglegum tréstiga em gefur því glæsilegt yfirbragð.

1. hæð - aðkomuhæð
Anddyri með flísum og sérsmíðaðri tvöfaldi franski hurð fram á gang.  Eldhús flísalagt með ljósri ítalskri innréttingu, steinplötum frá S Helgasyni og pláss fyrir 90 cm eldavél/gaseldavél. Tvöföld svalahurð opnast beint út í SV-garðinn. Veglegir viðarbitar í eldhúsi og inngangi í stofur. Olíuborið harðviðarparket frá Parka á forstofu, borðstofu og stofu sem er björt með fjórum fallegum gluggum og hlöðnum múrsteinsvegg úr upprunalegum múrsteinum sem voru í skorsteini hússins sem þurfti að taka niður vegna flutningsins.
Gestasnyrting er með handgerðu flísalögðu gólfi og sérhönnuðum steinvaski.
Stigapallur fram að kjallarainngangi er einnig með harðviðarparketi, breiður viðarstigi upp á efri hæðir með línoleumdúk. Á öllum hæðum eru sérsmíðaðir hvítlakkaðir gólf- og loftlistar.

2. hæð
Stigapallur með línoleumdúk, þar var gerður sýnilegur eldri útveggur með breiðum og fallegum viðarborðum. Handrið á viðarstiga er glæsilega bogadregið og sýnir einstakt handbragð þess tíma. Svalahurð neðri svala á stigagangi og gluggi á gangi þar fyrir framan.
Baðherbergið: Sem er flísalagt með stóru baðkari sem og flísalagðri sturtu með reyklituðu gleri og náttúrusteini í botni. Steinhleðsla á vegg fyrir ofan vask, steinplata frá S Helgasyni á innréttingu, viðarbiti fyrir ofan baðkar og innbyggð hirsluhólf við baðkar fyrir handklæði o.fl.
Herbergi: Inn af baði er gengið inn í herbergi sem er með tvöfaldri svalahurð er opnast út á stærri svalir með útsýni yfir garðinn. Hefur verið notað sem svefnherbergi eða fataherbergi, með upprunalegum gólffjölum hússins sem voru pússaðar og lakkaðar. 
Tvö önnur rúmgóð svefnherbergi: Eru inn af með upprunalegum viðar panel á veggjum sem og  upprunalegum pússuðum og lökkuðum gólffjölum.

3. hæð
Gengið er upp á pall með svalahurð að efri svölum sem hafa útsýni yfir á Esjuna og borgina. Þar var annar eldri útveggur með viðarborðum gerður sýnilegur. Þaðan gengið inn í stórt bjart rými sem eru tvö herbergi sameinuð, var t.d. notað sem sjónvarpsherbergi. Fallegir viðarbitar setja sterkan svip á rýmið en þar innaf er rúmgott herbergi með stórum glugga sem hefur útsýni yfir á Esjuna. Í risi er víða upprunarlegi panellinn á veggjum og harðparket á gólfum. Stórt herbergi sem notað var sem þvottahús er eina herbergið með súð.
Ljóskastarar fylgja húsinu en núverandi eigendur taka flestar ljósakrónur og léttar hillur sem og eldavél sem er hætt í framleiðslu og varahlutir ekki aðgengilegir lengur, einnig nokkrar litlar plöntur er komu úr görðum ættingja.

Kjallari
Íbúð sem hefur verið í útleigu, samanstendur af stóru alrými með svefnaðstöðu og góðir eldhúsaðstöðu.
Baðherbergi með flísum og sturtu og aðstöðu fyrir þvottavél. Möguleiki er að eftirfarandi húsgögn fylgi með húsinu: Öll húsgögn, rúm, borð osfv,  og ískápur fylgi með kjallaraíbúð
Geymsla sem er c.a 11 fm.
Inntakskrými. Gangur með dúk á gólfi og útgengi á svalir sem snúa í suðaustur

Garður og lóð
Snyrtilegur skjólgóður suðvestur garður með verönd. Garðurinn er gróinn og þar má m.a. finna Rifsberjarunna, Gullregn, Kirsuberjatré, Gamalt reynitré og Víði. Frístandandi heitur pottur frá Trefjum var settur í garðinn 2022, hlaðinn steinveggur með lýsingu sem og lýsing á trégirðingu sem umlykur allan garðinn og innkeyrslu. Köld 7-8 fm. geymsla er við húsið í garðinum. Kamína í garði fylgir ekki eigninni.

Húsið stendur á einstökum stað steinsnar frá ys og þys miðborgarinnar en á lokuðu svæði þar sem lítil umferð er um. Stór innkeyrsla er á lóð hússins þar sem leggja má 2-3 bílum. Lóðin er eignarlóð og er 252 fm. Einstök eign sem nostrað hefur verið við frá flutningi hússins til dagsins í dag þar sem reynt hefur verið að halda sem mest í gamla stílinn.  
Eign sem vert er að skoða. Sjón er sögu ríkari.

Upplýsingar frá eigendum yfir endurbætur á árunum 2005-2024.  Allt var skoðað, metið og endurnýjað ef með þurfti.

RAF- OG PÍPULAGNIR:  Í raun má segja að húsið sé nánast eins og nýtt þar sem allar lagnir voru endurnýjaðar og lagðar inni í veggjum og loftum, bæði raf- og pípulagnir
sem voru lagðar í álpexi, besta efninu sem völ var á.
DREN:  Í kringum húsið var lagt tvöfalt dren, efra og neðra. Það efra tekur bæði við rennuvatni og úr jarðveginum en neðra drenið eingöngu jarðvatn sem safnast í kringum sökkulinn. Í kjallaranum
er brunnur með dælu sem neðra drenið er leitt í. Í brunninum er Karcher brunndæla sem og vatnsskynjari tengdur Securitas sem lætur vita ef vatnsstaðan verður óeðlilega há.
EINANGRUN: Húsið var einangrað með íslenskri steinull og rakasperru sem er fátítt í svo gömlu húsi.
UTANAHÚSKLÆÐNING: Húsið var allt klætt með Aluzink bárujárni sem var svo tvígrunnað og tvímálað með málningu frá Slippfélaginu. Undir bárujárninu er vindpappi. Ytri klæðningar á annari hæð og í risi voru klæddar með nýju timbri og innri panelklæðning látin halda sér öfugt við fyrstu hæð þar sem ytri klæðningin var látin halda sér og innri panelklæðningin var fjarlægð og nýir innveggir smíðaðir. Þetta var ákveðið m.t.t. ástands klæðninganna.
ÞAK: Þakið var svo endurnýjað að öllu leiti árið 2023. Skipt var um tinburklæðningu og aluzink, bárujárnsklæðningu og settur öndunardúkur á og einangrun. Sperrur voru þrifnar og rakavarðar/olíubornar.
GLUGGAR: Jón Karl smiður á Eyrarbakka smíðaði nýja ramma inn í upprunalegu gluggana og sett var í þá þunnt tvöfalt gler frá Glertækni. Skipt var alfarið um tvo glugga í risi sem voru of illa farnir
til að bjarga og sá Jón Karl einnig um að smíða þá.
HURÐIR: Útihurðin var endurnýjuð sem og svalahurðir á annari hæð sem og hurð úr eldhúsi út í garð. Þær voru allar smíðaðar úr Mahogny.
Svalahurðirnar og hurð úr eldhúsi og út í garð voru settar í stað glugga sem þar voru og svölunum sem snúa út í garðinn bætt við.
SVALIR: Áður voru tvennar svalir á stigahúsinu en þær voru teknar af húsinu fyrir flutning og smíðaðar að nýju og settar upp árið 2017 af Jón Ragnari Daðasyni smið. Svalirnar á annari hæð sem
snúa út í garðinn eru viðbót við hönnun hússins og voru settar upp árið 2007. Þær svalir voru síðan pússaðar og endurmálaðar sumarið 2024.
ELDHÚS:  Eldhúsinnréttingin var keypt í Inn-X og hefur staðist tímans tönn og nýtur sín vel í húsinu.
GEREKTI, GÓLF- OG LOFTLISTAR: Lögð var áhersla að halda í gamla (upprunnalega) stílinn og var t.a.m. látið sérsmíða öll gerekti í kringum glugga og hurðir sem og gólf- og
loftlista úr timbri á timburverkstæði Húsasmiðjunnar sem var og hét og voru notaðar gamlar “tennur” með gömlum munstrum í þeim tilgangi. Áður voru gluggarnir á húsinu ekki með
gerektum við glugga að utan en ákveðið var að breyta því og bæta við til að gera húsið og fallegra og virðulegra að utan.

Hér má nálgast hinar ýmsu teikningar af húsinu.
Hér má sjá nánar um sögu hússins og um flutning þess.
Hér má sjá eignina í þrívíddarmyndum.

Nánari upplýsingar veita:
Sölvi Þór Sævarsson löggiltur fasteignasali / s. 618-0064 / solvi@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  • Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  • Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
  • Domusnova fasteignasala

    Domusnova fasteignasala

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    phone
    Domusnova fasteignasala

    Domusnova fasteignasala

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    phone