Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Eysteinn Sigurðsson
Halldór Kristján Sigurðsson
Vista
svg

72

svg

65  Skoðendur

svg

Skráð  30. apr. 2025

fjölbýlishús

Laugavegur 39

101 Reykjavík

93.900.000 kr.

761.557 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2004766

Fasteignamat

79.250.000 kr.

Brunabótamat

51.000.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1942
svg
123,3 m²
svg
3 herb.

Lýsing

***EIGN SEM BÝÐUR UPPÁ MIKLA MÖGULEIKA***

Halldór Kristján fasteignasali og Skeifan kynna Laugavegur 39, 101 Reykjavík.
Vönduð og mikið endurnýjuð 3ja herbergja 123 fm, íbúð á 2. hæð við Laugaveg 39 með sérmerktu bílastæði. Íbúðin sem skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, stofu, tvö baðherbergi, annað þeirra er með þvottaaðstöðu, eldhús/borðstofu með útgengi út á svalir sem snúa í norður í átt að baklóð þar sem bílastæðið er. Geymsla er um 23fm sem er möguleiki á að leigja út til aðila á svæðinu. Um ræðir virkilega smekkleg og vönduð eign sem vert er að skoða á vinsælum stað í bænum. Stutt í verslanir, veitingastaði, þjónustu og sundlaug. 


BÓKIÐ SKOÐUN: Halldór Kristján Sigurðsson, löggiltur fasteignasali í síma 6189999 eða halldor@skeifan.is

Eignin var öll tekin í gegn fyrir 2 árum. Fallegur stigagangur er teppalagður og sérsmíðað bogadredið viðarhandrið við stiga.
Gengið er inn í flísalagða forstofu með innbyggðum fataskáp, loftið er klætt með hljóðdempandi plötum í hnotu ásamt innbyggðri lýsingu.
Rúmgott svefnherbergi 1 með fataskápum, fallegt eikar parket er á gólfi. Hurðar og veggpanill er spónlögð hnota sérsmiðað. Stofan er með eikar parketi. Veggpanill er í stofu á vegg þar sem gengið er inn á baðherbergi, baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með "walk-in" sturtu og Ifø baðinnréttingu frá Tengi. Gólfhiti er á baðherbergjum.
Eldhúsið er með vandaðri innréttingu frá HTH, innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, eldhúseyja er úr límtrésbita með helluborði, flísar eru á eldhúsrými og borðstofa með eikar parketi. Frá borðstofu er gengið út á svalir sem snúa í norður. Annað baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með þvottaaðstöðu og Ifø baðinnréttingu frá Tengi. Svefnherbergi 2 er með eikar parketi og glugga í norður. Snjall rafmagnskerfi er fyrir lýsingu.

Íbúðin: Nýleg rafmagnstafla er í íbúðinni ásamt nýjum skólplögnum og neysluvatnslögnum frá stofni í íbúð. Búið er að steina allt húsið að utan. Teikning: fyrirliggjandi teikningar eru ekki í samræmi við núverandi skipulag hússins og eru kaupendur hvattir til að kynna sér það ítarlega.

Sérmerkt bílastæði er á baklóð og þaðan er einnig hægt að ganga inn um sameiginlegan inngang. Sameign: vegleg sameign með teppalögðum stigagangi og flísalagðri forstofu. Rúmgóð 23,3 fm sérgeymsla í kjallara.

Eftirfarandi viðhald var gert á árunum 2015-2021:
Þakplötur endurnýjaðar. Framhlið húss viðgerð og endursteinuð. Bakhlið húss viðgerð og endursteinuð. Ljós sett í alla sameign með snertiskynjurum

Nánari upplýsingar veitir Halldór Kristján Sigurðsson í s. 618-9999 tölvupóstur halldor@skeifan.is

Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Skeifan fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 


SKEIFAN SKILAR ÁRANGRI - SÍÐAN 1985

Skeifan fasteignasala | Suðurlandsbraut 46 | 108 Reykjavík | Opið frá kl. 9-17 mánudaga til föstudaga | www.skeifan.is

Skeifan á Facebook

Skeifan Fasteignamiðlun

Skeifan Fasteignamiðlun

Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
24. nóv. 2022
59.150.000 kr.
85.500.000 kr.
123.3 m²
693.431 kr.
9. nóv. 2020
58.050.000 kr.
52.500.000 kr.
123.3 m²
425.791 kr.
4. nóv. 2016
39.850.000 kr.
46.000.000 kr.
123.3 m²
373.074 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Skeifan Fasteignamiðlun

Skeifan Fasteignamiðlun

Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
phone