Upplýsingar
Byggt 1929
62 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Eignamiðlun og Ólafur H. Guðgeirsson lgfs. kynna í einkasölu Grettisgötu 84, steinsteypt hús byggt 1929, kjallari, tvær hæði og ris. Íbúðir á fyrstu og annarri hæð eru skráðar rúmir 80 fermetrar en risíbúðin er skráð 62 fermetrar. Í kjallara, sem ekki er með fullri lofthæð, eru geymslur, sameiginlegt þvottahús, rými fyrir reiðhjól, dyr að baklóð hússins og baðherbergi með upprunalegu baðkari sem allar íbúðir í húsinu nýttu á sínum tíma. Húsið er til sölu í heild sinni en íbúðirnar eru hver á sínu fastanúmeri. Eignin er frábærlega staðsett á Grettisgötu rétt við hornið á Snorrabraut. Eign sem býður uppá mikla möguleika fyrir réttan aðila. Húsið fæst afhent með stuttum fyrirvara.Allar upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða olafur@eignamidlun.is sem einnig sýnir eignina.
Íbúðin á fyrstu hæð hússins, eign merkt 01-0101 með fastanúmerinu F200-8288, er skráð í fasteignamati 84,8 fermetrar og þarf af er geymsla 10,1 fermeter. Fasteignamat íbúðarinnar er 60,7 milljónir. Gengið er upp hálfa hæð frá útidyrum hússins og af stigapalli inn í gang íbúðarinnar. Íbúðin skiptist í þrjú stór og björt meginrými sem á teikningu eru merkt sem tvær stórar og bjartar stofur með gluggum í átt að garði og rúmgott svefnherbergi. Eldhús er rúmgott með endurgerðri upprunalegri innréttingu, og baðherbergi með sturtu og vegghengdum skápum. Á gólfum íbúðar eru gólfborð sem sögð eru vera gerð úr rekaviði og voru sett á í kringum aldamót. Á eldhúsi og baði eru gólfdúkar.
Íbúð annarrar hæðar er merkt 01-0201 með fastanúmerinu F200-8289, er skráð í fasteignamati 83,2 fermetrar og þarf af er geymsla skráð 8,5 fermeter. Fasteignamat íbúðarinnar er 60,2 milljónir. Gengið er upp eina og hálfa hæð frá útidyrum í íbúðina, sem er með alveg sömu herbergjaskipan og íbúð fyrstu hæðar. Á gólfum íbúðar eru gegnheilt parket, frá mismunandi tímum en vönduð efni. Upprunalegir fataskápar eru á heilum vegg í svefnherbergi. Eldhúsinnrétting er ekki upprunaleg, eldhúsgólf hefur verið málað.
Risíbúðin er merkt 01-0301 með fastanúmerinu F200-8290 og skráð 62 fermetrar í fasteignamati en þar af er geymsla 5,6 fermetrar. Gólfflötur íbúðarinnar ef þó talsvert stærri þar sem hún er mikið undir súð. Upprunaleg teikning gerir ráð fyrir að rishæðin sé nýtt sem hluti af neðri hæðum hússins en hæðin hefur verið útbúin sem sér íbúð með fjórum herbergjum, baðherbergi og litlu eldhúsi. Upprunaleg innrétting er í eldhúsinu sem gefur því skemmtilegt yfirbragð. Mögulega mætti fá leyfi til að hækka þak hússins og gera breytingar á risíbúðinni þannig að það fáist meira út úr henni.
Hurðir og gluggakarmar í öllu húsinu virðast vera upprunalegir en gler hefur verið endurnýjað gegnum árin. Skolplagnir hafa verið fóðraðar en drenlagnir eru ekki til staðar. Raflagnir hússins hafa að einhverju leiti verið endurnýjaðar og er rafmagnstafla hússins nýleg.Þak hefur verið endurnýjað en eftir myndum að dæma er farið að sjást ryð í þakjárni og skoða þarf þakrennur.
Hér er um að ræða mjög áhugaverða eign fyrir fjárfesta, frábærlega staðsett og býður uppá mikla möguleika. Húsið selst allt í einu lagi.
Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.
Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegur 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook