Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson

Vigdís R. S. Helgadóttir

Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir

Gylfi Jens Gylfason
.jpg)
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir

Sveinn Gíslason

Páll Guðmundsson

Þórarinn Arnar Sævarsson
.jpg)
Berglind Hólm Birgisdóttir

Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir

Brynjar Ingólfsson

Guðný Þorsteinsdóttir

Bjarni Blöndal
.jpg)
Þorsteinn Ólafs

Þórdís Björk Davíðsdóttir

Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2008
375,5 m²
7 herb.
3 baðherb.
5 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sérinngangur
Lýsing
Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:
Virkilega glæsilegt og vandað 375,5 fm. einbýlishús á 2. hæðum/pöllum við Gullakur 9, 210 Garðabæ, þar af er innbyggður 55,0 fm. bílskúr.
Valdimar Harðarson ( ASK Arkitektar ) er arkitekt hússins.
Smelltu á link til að sjá húsið í 3-D
Aukin lofthæð er í húsinu ásamt gólfsíðum gluggum. Húsið er einstaklega vel skipulagt með gott flæði. Niðurtekin loft og falleg lýsing. Í húsinu er afskaplega mikið og gott skápapláss. Skápar eru í hverju svefnherbergi, forstofu, þvottahúsi og bílskúr. Herbergin eru 4-5, þrjú baðherbergi, stofa, borðstofa og eldhús. Sjónvarpsstofa ( Með möguleika á að breyta í svefnherbergi), svefnherbergisgangur. Sér þvottahús, bílskúr, geymsla og forstofa.
Útgengt er á veröndina á þremur mismunandi stöðum í húsinu; eldhúsi, stofu, hjónaherbergi. Lóðin er flott, vel útfærð með verandir úr hellum og steypta skjólveggi í kring. Heitur pottur er á verönd út frá hjónasvítu.
Bókið skoðun hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða með tölvupósti á netfangið gj@remax.is eða á Ástþór Reyni í síma 899-6753 eða með tölvupósti á netfangið arg@remax.is
Nánari lýsing:
Aðkoma að húsinu er góð, komið er inn í rúmgóða forstofu á aðalhæð hússins með flísum á gólfi og fataskápum með gott skápapláss. Frá forstofu er komið inn á gang með aðgengi að borðstofu, stofu, eldhúsi og öðrum rýmum hússins. Stofa og borðstofa eru samliggjandi með eikar parketi á gólfi og flísalagt út við veggi. Bjart og gott alrými með gólfsíðum gluggum. Fallegur arinn er í stofunni. Útgengi er út um rennihurð út á verönd frá borðstofu. Frá borðstofu er opið sitt hvorum megin við vegg sem aðskilur eldhús frá stofu. Í eldhúsi er er parket á gólfum. Innrétting er mjög vel útbúin með stein á borðum. Mikið skápapláss, stór eyja með stækkuðu spanhelluborði og vönduðum háf yfir. Tvær Uppþvottavélar ásamt tvöföldum ísskáp með frystir öðru megin, bökunar- og combi ofnar eru í vinnuhæð. Gólfsíðir gluggar gefa góða birtu inn og ásamt því er útgengt frá eldhúsi út á verönd með steyptum skjólveggjum. Hjónasvíta með sér baðherbergi og sér fatarými með mjög gott og vandað skápapláss. Inn af hjónaherbergi er sér baðherbergi með rennihurð. Flísar á gólfi og á veggjum. Sturta með innbyggðum blöndunartækjum og innbyggðum sturtuhaus. Upphengt salerni með innbyggða skápa þar fyrir ofan með óbeina lýsingu í. Baðinnrétting er með stein á borði og vask, innbyggð blöndunartæki við spegil, hár skápur þar við hlið og skúffur þar undir. Opnanlegur gluggi er inn á baðherbergi. Frá hjónasvítu er útgengt á glæsilega verönd með steyptum skjólveggjum.
Frá aðalhæð eru nokkur þrep upp á efri hæð, flísar eru á þrepum og parket allri hæðinni þar að undanskildu þvottahúsi og baðherbergjum. Á hæðinni er rúmgóð og björt sjónvarpsstofa með flottum innréttingum sem möguleiki væri að breyta í fimmta svefnherbergið. Á svefnherbergisgangi eru þrjú önnur mjög rúmgóð svefnherbergi með hvítum fatskápum og hillum.
Frá aðalhæð er gengið niður nokkur flísalögð þrep niður á neðri hæð hússins, Sér þvottahús með flísum á gólfi og opnanlegum glugga, Góð innrétting með skolvaski, gott vinnu, skúffu- og skápapláss. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Á hæðinni er líka annað baðherbergi með opnanlegum glugga, upphengt salerni, og walk-in sturta. Innbyggð blöndunartæki og innbyggður sturtuhaus. Innréttning er með gott skápa- og skúffuplásss. Stein á borði, handlaug og innbyggð blöndunartæki út frá. Á hæðinni er aðgengi inn í mjög rúmgóðan og snyrtilegan bílskúr með epoxy á gólfi, breiða rafdrifna bílskúrshurð ásamt rafhleðslu. Inn af bílskúr er svo sér geymsla.
Glæsilegt hús í alla staði sem vel hefur verið hugað að, mjög vandað og vel skipulagt fjölskylduhús á eftirsóttum stað inn í Akrahverfi. Innst í botnlanga við grænt svæði, þar sem stutt er í skóla, leikskóla, íþróttaðstöðu og alla almenna þjónustu.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma 858-7410 eða gj@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
31. maí. 2011
78.100.000 kr.
130.000.000 kr.
375.5 m²
346.205 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025