Lýsing
Fasteignasalan Trausti er með til sölu 5 stórar lóðir fyrir einbýlishús að Blómstursvöllum úr landi Eyrarkots í Kjósarhreppi. Lóðirnar eru samkvæmt samþykktu deiliskipulagi og er óstofnaðar í fasteignaskrá. Væntanlegt fasteignamat lóðanna verður u.þ.b frá 10. til 23 millj.
Deiliskipulagið má nálgast á eftirfarandi slóð:
http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=04637795733380745406
Heildarbygingarmagn á fjórum lóðum er 500 fermetrar en á einni þeirra 337 fm.
Vegur og kalt vatn er á lóðamörkum en heitt vatn og rafmagn hefur ekki verið lagt að lóðunum og er utan söluverðs lóðanna.
Í deiliskipulagi er sérstök áhersla lögð á að hlú að æðarvarpi og fjölbreyttu fuglalífi og er skipulagning og ráðstöfun svæðisins miðuð við að að búa í haginn fyrir líffræðilega fjölbreytni.
Blómsturvellir 1 - 17 millj.
Blómsturvellir 3 - 19 millj.
Blómsturvellir 5 - 25 millj.
Hamrar - 25 millj.
Sesseljutún - 10 millj.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasala í síma 899-5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.