












Lýsing
Falleg og vel skipulögð íbúð á 9.hæð með glæsilegu útsýni í vönduðu fjölbýlishúsi. Íbúðin er einstaklega björt með stórum gluggum sem hleypa miklu náttúrulegu ljósi inn. Smekkleg innri hönnun og gólfhiti í allri íbúðinni veita notalega og nútímalega stemningu.
Eignin skiptist í rúmgott alrými með opnu eldhúsi og stofu/borðstofu, hjónasvíta með sér baðherbergi og fataherbergi, auk annars svefnherbergis. Annað baðherbergi, sem jafnframt nýtist sem þvottahús með glæsilegri og vandaðri innréttingu.
Allar nánari upplýsingar gefur Kjartan Ísak Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 663-4392 eða kjartan@miklaborg.is
Nánari lýsing
Hol: Komið er inn í rúmgott hol með góðum skápum.
Hjónasvíta: Rúmgóð og björt með fataherbergi inn af og baðherbergi með flísalagðri sturtu. Fataherbergið er með góðum skápum frá Parka og baðherbergið er með tækjum frá Tengi.
Svefnhergbergi I: Rúmgott og bjart.
Eldhús: Falleg SCHMIDT eldhúsinnrétting frá Parka með stein á borði, spanhelluborð og ofni í vinnuhæð frá AEG.
Stofa: Björt stofa með stórfenglegu útsýni yfir Faxaflóann, gluggar á tvenna vegu, gengið er út á lokaðar svalir frá stofu.
Baðherbergi: Glæsilegt flísalagt baðherbergi með baðkari og innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara.
Svalir: Glæsilegar norðvestur svalir með svalalokun og innbyggðri lýsingu.
Geymsla: Er staðsett í sameignarkjallara.
Stæði í bílgeymslu. Húseigendum stendur til boða aðgengi að bílakjallara og er greitt fyrir hvert bílastæði mánaðarlega.
Bríetartún 9 er á frábærum stað, rétt við miðbæ Reykjavíkur. Það er stutt í allt sem borgarlífið hefur upp á að bjóða – verslanir, veitingastaði, kaffihús og alla helstu þjónustu. Í göngufæri eru líka Hlemmur, Sundhöllin, útivistarsvæðið á Klambratúni og fallegar gönguleiðir meðfram sjávarsíðunni.
Góð þjónusta er í húsinu, til dæmis: Golfhermir Tveir Undir, Mínus 2 Gym, og Bílaþvottastöð.