












Lýsing
Miklaborg kynnir: Björt og góð 62,1 fm. íbúð á þriðju hæð á horni Baldursgötu og Freyjugötu. Björt stofa, rúmgott eldhús, baðherbergi með baðkari, geymsla inn í íbúð, gott hjónaherbergi og annað minna herbergi.
Hús og íbúð hafa verið talsvert endurnýjuð, Gengið er inn frá Válastig .
Nánari upplýsingar veitir Viðar Böðvarsson, viðskiptafræðingur og lögg. fast: vidar@miklaborg.is, s. 6941401
Nánari lýsing: Komið er inn í hol með fataskápum sem ná upp í loft. Lítil geymsla inn af holi.
Eldhúsið er rúmgott með uppþvottavél. Nýlegur gluggi er í eldhúsi. Úr eldhúsi er útsýni til suðurs á Reykjanes.
Stofan er björt með stórum gluggum. Það er búið að taka hluta af stofunni og gera svefnherbergi. Gott útsýni að Hallgrímskirkju.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðu skápaplássi.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum. Á íbúðinni er plastparket en dúkur á svefnherbergi og eldhúsi. Í stofu og svefnherbergjum er búið að setja hljóðeinangrandi gler í gluggana. Gengið er inn í íbúðina bakatil frá Válastíg
Gangstígur fyrir utan inngang í húsið er hellulagður með hitalögn. Að sögn eiganda voru frárennslislagnir endurnýjaðar um 2014. Teikningar sjá: https://skjalasafn.reykjavik.is/fotoweb/archives/5000-A%C3%B0aluppdr%C3%A6ttir/?q=Baldursgata%2030
Þetta er frábærlega staðsett vel skipulögð íbúð á rólegum stað í miðborginni. Tvö svefnherbergi, en auðvelt að breyta innra skipulagi, þar sem innveggir eru léttir. Góð fyrstu kaup.