Lýsing
Einstaklega fallegt sumarhús afar vel staðsett í Svarfhólsskógi í Svínadal. Eignin er á steyptum grunni með hita í gólfi. Bústaðurinn er fallega innréttaður, 2 rúmgóð svefnherbergi og stórt svefnloft. Svæðið er lokað með rafmagnshliði. Bústaðurinn er ca. 55 km. frá Reykjavík. Heitur pottur, stór verönd og geymsluskúr. Einnig er 40 feta gámur grafinn í jörðu með rafmagni, notaður sem verkstæði í dag. Flísar og gegnheilt parket á gólfum. Hitaveita og lækur rennur í gegnum lóðina. 3ja fasa rafmagn. WIFI er í 5G rauter frá NOVA, virkar mjög vel. Myndavélakerfi, með upptöku. Danfoss stýring á gólfhita, hitanemar í rýmum og í símaappi. Tylö 8KW 3ja fasa saunaofn með stýringu og símaappi. Saunatunna frá Sauna.is, er úr Zedrusvið sem fúnar ekki, 2ja ára í haust. Bílahleðslustöð ABB 11KW 3ja fasa frá Johann Rönning með símaappi. Heitur pottur, áfylling blöndunartæki. Nýlegur bakaraofn frá Gorenje, nýr Smeg ísskápur og nýlegt spanhelluborð 60 cm.
✅ Steyptur grunnur með hita gólfi, Danfoss stýring.
✅ Hitaveita
✅ Sauna með Tylö 8 KW 3ja fasa saunaofn
✅ Heitur pottur
✅ 2 rúmgóð svefnherbergi og svefnloft
✅ Stór geymsla / verkstæði ( 40 feta gámur )
✅ Hleðsla fyrir rafmagnsbíl
Nánari upplýsingar veitir:
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 770-0309 eða th@landmark.is
Sveinn Eyland lögg. fast.
Forstofa / miðrými: Flísar á gólfi, fatahengi.
Stofa / Borðstofa: Rúmgóð og björt með mikilli lofthæð, gegnheilt parket á gólfi, útgengt á yfirbyggða verönd.
Eldhús: Falleg eikarinnrétting, flísalögð borðplata. Uppþvottavél og ísskápur fylgir.
Svefnherbergi: 2 herbergi með flísum á gólfi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum, Flísalögð sturta. Útgengt þaðan út á verönd með heitum potti.
Svefnloft: Afar bjart og rúmgott með parketi á gólfi, góð lofthæð og þægilegur stigi upp.
Verönd á bakvið hús með heitum potti og geymsluskúr. Falleg heimreið og gott bílaplan fyrir 3 bíla.
Kostnaður:
Lóðarleiga 217.000 kr. fyrir árið
Hiti, fast gjald: 16.000 kr. mánaðarlega
Bústaðarfélag: 35.000 árlega.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat