












Lýsing
Miklaborg kynnir: 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í vönduðu fjölbýlishúsi við Hallgerðargötu Kirkjusandi, byggt 2020. Glæsilega innréttuð og með yfirbyggðum svölum. Sérsmíðaðar innréttingar klæddar hvíttaðri hnotu, loftskiptikerfi, gólfhiti og vönduð tæki. Aðgangur að bílastæðum í lokaðri bílgeymslu gegn hóflegu gjaldi.
Nánari lýsing:
Anddyri: Leiðir að stofu með baðherbergi á vinstri hönd.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Sérsmíðuð innrétting . Walk-in sturta með Unidrain niðurfalli, handklæðaofn og upphengt klósett. Einnig er stæði fyrir þvottavél og þurrkara í fallega vandaða innréttingu.
Stofa/Borðstofa: Rúmgott alrými með mikilli lofthæð og stórum gluggum ásamt útgengi á yfirbyggðar svalir með fallegu útsýni. Parket á gólfi.
Eldhús: Sérsmíðað eldhús með vönduðum tækjum. Helluborð með háfi yfir. Skvettivörn milli efri og neðri skápa. Stæði fyrir ísskáp og uppþvottavél er innbyggð.
Svefnherbergi I: Rúmgott með stórum sérsmíðuðum fataskáp. Parket á gólfi.
Svefnherbergi II: Minna herbergi sem nýta má til svefns eða skrifstofu t.d.
Svalir: Frá stofu er gengið út á yfirbyggðar svalir með fallegu útsýni til sjávar. Svalirnar hafa verið flísalagðar.
Geymsla: Í sameign er sér 8,1 fm geymsla.
Lóð: Vel hirt lóð í sameign.
Undir húsinu er bílastæðakjallari sem allir eigendur geta nýtt sér gegn vægu gjaldi, hvort heldur sem er til lengri eða skemmri tíma (Parka appið). Í sameign er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Falleg og björt íbúð í vönduðu nýlegu fjölbýli. Stutt er í leik- og grunnskóla, útivist og alla helstu þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is