












Lýsing
Miklaborg kynnir: Góða 139,3 fm efri sérhæð við Sólheima í Reykjavík. Eignin skiptist í forstofu, gestasalerni, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, Stofu, borðstofu, geymslu og sameiginlegt þvottahús í kjallara.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Sæmann í síma 6912312 eða osa@miklaborg.is
Nánari lýsing
Komið er inn um sér inngang inn í forstofu með flísum á gólfi og góðum fataskáp. Gestasalerni með flísum á gólfi, salerni og vask. Eldhús með ljósri innréttingu, dökkri borðplötu og eldunar eyju, ofn í vinnuhæð, helluborði, viftu, innbyggðri uppþvottavél og plássi fyrir stóran ísskáp. Stofa og borðstofa með parketi á gólfi, gluggum í 3 áttir og útgengi út á svalir til suð-vesturs. Hjónaherbergi með parketi gólfi og góðum fataskápum. Barnaherbergi 1 með parketi á gólfi, fataskáp og glugga til suðurs. Barnaherbergi 2 með parketi á gólfi og glugga til vesturs. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, baðkari með sturtu aðstöðu, upphengt salerni, ljósri innréttingu með vask og spegli og útgengi út á svalir til norðurs. 9,4 fm geymsla er í kjallara sem og sameiginlegt þvottahús. Sér bílastæði.
Nánari upplýsingar veitir
Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 6912312 eða osa@miklaborg.is