Lýsing
Virkilega gott verslunar- og lagerhúsnæði við Krókháls 3, 110 Reykjavík. Um er að ræða heila hæð sem skiptist í tvo eignarhluta (tvö fastanúmer). Mjög góð aðkoma, fjölda bílastæða er við húsið. Eignin er til sölu eða leigu. Báðir eignarhlutarnir eru samtals 1196,8 fm og skiptist þannig að eignarhlutur 02-01 (fastanúmer: 221-3117) er 397,8 fm og eignarhlutur 02-02 (fastanúmer: 221-3118) er 799 fm. Að sögn eiganda er ástand hússins mjög gott að utan og hefur eignin fengið mjög gott viðhald í gegnum tíðina t.d er nýbúið að klæða þakkantinn ásamt því að skipta um rennur og árið 2024 var húsið múrviðgert og málað að utan. Nýleg lýsing í rýminu (LED) þ.e.a.s lager og í sölurými o.fl.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Nánari lýsing eignarhluta 02-01 (vesturendinn): Húsnæðið er eins og áður sagði 397,8 fm og skiptist þannig að komið er inn í opið rými / sölurými. Innaf þessu rými er lager með eldarvarnarhurð á milli rýma (02-01 og 02-02). Mjög gott milliloft á lagernum. Í dag er ekki snyrting í þessu rými en mjög auðvelt að bæta því við.
Nánari lýsing eignarhluta 02-02 (austurendinn): Húsnæðið er eins og áður sagði 799 fm og skiptist þannig að komið er inn í opið rými / sölurými ásamt kaffistofu. Frá þessu rými er gengið upp á efri hæðina þar sem eru tvær rúmgóðar skrifstofur og snyrting. Innaf sölurýminu er mjög góður lager með millilofti ásamt skrifstofuaðstöðu. Í austurenda húsnæðisins eru tvær innkeyrsludyr. Mjög gott fundarherbergi og baðherbergi.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat