Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2014
126,7 m²
4 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Útsýni
Sameiginl. inngangur
Bílastæði
Lyfta
Opið hús: 12. maí 2025
kl. 12:15
til 12:45
Opið hús: Brekatún 2 - 701 , 600 Akureyri, Íbúð merkt: 01 07 01. Eignin verður sýnd mánudaginn 12. maí 2025 milli kl. 12:15 og kl. 12:45.
Lýsing
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Brekatún 2 - 701
Glæsileg fjögurra herbergja útsýnisíbúð á 7. hæð í lyftuhúsi og bílastæði í bílgeymslu á jarðhæð fylgir. Eignin er skráð samtals 126,7 fm. að stærð þar af er geymsla 10,1 fm.
Eignin skiptist í forstofu gang, stofu, eldhús þrjú svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu.
Forstofa og gangur er með flísar á gólfi og góðum fataskápum.
Stofa er með flísar á gólfi, afar bjart rými með frábæru útsýni og þaðan er gengið út á svalir til suðurs.
Svalir eru með flísar á gólfi, rafmagnsgólfhita og svalalokun.
Eldhús er með flísar á gólfi, eikarinnréttingu á vegg og eyju þar sem er helluborð og háfur. Hægt er að sitja öðru megin við eyjuna. Í innréttingu er stæði fyrir ísskáp, uppþvottavél og bakaraofn í vinnuhæð.
Svefnherbergi eru þrjú, tvö minni af þeim eru ekki með hurðum heldur bara körmum. Hjónaherbergi er svo með skápum og úr herbergjum er einnig mjög skemmtilegt útsýni.
Baðherbergi er mjög rúmgott, með flísar á gólfi, innréttingu í kringum vask, upphengt salerni, sturtu með glerskilrúmi og mjög rúmgróðri innréttingu með stæði fyrir þvottavél og þurrkara og þar er vaskur.
Sameign er mjög snyrtileg og gott samfélag í húsinu. Á jarðhæð er sér geymsla auk bílastæðis sem fylgir eigninni.
Annað:
-Gólfhiti í allri íbúðinni
-Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla á jarðhæð
-Búið að leiða rafmagn að stæði, ekki komin upp hleðslustöð
-Tvö þvottastæði í bílakjallara
-Stutt á golfvöllinn, útivistarsvæði, verslun og margt fleira.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
18. júl. 2014
2.290.000 kr.
42.900.000 kr.
126.6 m²
338.863 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025