Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1979
220,6 m²
6 herb.
2 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Útsýni
Lýsing
Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Melgata 3, Virkilega glæsilegt og mjög mikið endurnýjað 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum og með rúmgóðum innbyggðum bílskúr á Grenivík – Skráð heildarstærð er 220,6 m² og þar af er bílskúr um 35 m². Nýtanlegir fermetrar eru nær 280 m²
Eignin skiptist með eftirtöldum hætti
Neðri hæð: Forstofa, þvottahús, baðherbergi, svefnherbergi, sjónvarpshol, bílskúr og geymsla.
Efri hæð: Eldhús, stofa og borðstofa, gangur, baðherbergi, tvö barnaherbergi og hjónaherbergi með fataherbergi inn af.
Neðri hæð - inngangshæð.
Forstofa er ágætlega rúmgóð og með gegnheilum flísum. Sérsmíðaðir plastlagðir eikar fataskápar og annar undir stiganum. Nýleg útidyrahurð. Teppalagður stigi er úr forstofunni upp á efri hæð.
Þvottahús, sérsmíðuð plastlögð eikar innrétting með mjög góðu skápa- og bekkjarplássi og stórum skolvask. Stæði er í innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Hurð er út úr þvottahúsinu út á hellulagða verönd.
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, sprautulökkuð innrétting með hvítu bílalakki og ljós steinn frá Granítsmiðjunni. Handlaug úr emileruðu stáli og handlaugartæki frá voila. Spegill með lýsingu. Góð walk-in sturta , handklæðaofn, ofnanlegur gluggi og vifta/útsog.
Svefnherbergi er ágætlega rúmgott, með parket flísum á gólfi og lausum fataskáp.
Sjónvarpshol er með flísum á gólfi og er í dag nýtt sem líkamsræktarhorn. Einfalt er að breyta því í fimmta svefnherbergið.
Bílskúr er rúmgóður, með gráum flísum á gólfi, stóru niðurfalli, nýlegri (2020) rafdrifinni innkeyrsluhurð og nýlegri gönguhurð. Innrétting með vaski og vinnuborð.
Inn af bílskúrnum er opið flísalagt rými og geymsla með lökkuðu gólfi. Geymslan er með léttum vegg sem hægt er að fjarlægja til að stækka rýmið/bílskúrinn enn frekar.
Efri hæð
Eldhús, vönduð sérsmíðuð innrétting úr dökk bæsaðri eik. Skúffur eru með gripum en stórir skápar eru með vönduðum höldum. Innfelldur stór ísskápur, frystiskápur og uppþvottavél, tveir AEG ofnar með sjálfshreinsibúnaði og stórt span helluborð með innbyggðri viftu sem blæs út. Á bekkjum er steinn frá Granítsmiðjunni, steinninn nær aðeins upp á veggi. Öðru megin er innréttingin extra djúp eða 80 cm. Stór undirlímdur vaskur og vönduð útdraganleg blöndunartæki. Setbekkur í eldhúsi sem er sérsmíðaður frá Zenus og úr leðri. Stórir gluggar eru þar og hurð út á steypta verönd. Rafmagnstafla fyrir efri hæð er byggð inn í endaskápinn í eldhúsi og þar eru tenglar til þess að hlaða t.d. ryksugu.
Stofa / borðstofa er rúmgott rými þar sem hátt er til lofts og vönduð innfelld lýsing (óbein lýsing að hluta). Stórir gluggar og hurð út á steyptar svalir. Innst í stofunni er flísalagður skenkur með marmaraflísum.
Stigi milli hæða er steyptur og teppalagður. Handrið er gert úr sjónsteypu.
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, rúmgóð walk-in sturta, undirlímt baðkar úr emileruðu stáli og vegghengt salerni. Vönduð blöndunartæki frá Lusso stone. Innrétting er sérsmíðuð úr dökk bæsaðri eik. Bekkplata er úr steini frá Granítsmiðjunni með sérsmíðaðri handlaug. Vifta/útsog og opnanlegur gluggi.
Barnaherbergin eru tvö bæði með parket flísum á gólfi. Annað herbergið er mjög rúmgott og með gluggum til tveggja átta, hitt herbergið er í dag notað sem sjónvarpsherbergi.
Hjónaherbergi er rúmgott, með parket flísum á gólfi og vel innréttuðu fataherbergi.
Gangur/skrifstofuaðstaða, þar er sérsmíðað skrifaborð og hillur úr dökk bæsaðri eika.
Lóðin er 900 m² að stærð. Á baklóðinni er snyrtileg grasflöt og hellulögð verönd. Fyrir framan var drenað árið 2024 og jarðvegsskipt að stærstum hluta svo hægt væri að steypta verönd.
Annað
- Neðri hæðin var endurnýjuð á árunum 2019-2020.
- Efri hæðin var endurnýjuð árið 2021, hæðin er flísalögð með gegnheilum 60 * 60 flísum, þeim sömu og eru á neðri hæðinni. Í herbergjum eru parket flísar.
- Allar innréttingar eru sérsmíðaðar af Trésmiðju Kristjáns Jónassonar
- Allar innihurðar eru frá Birgisson, hvítar með viðaræðum. Á efri hæð eru hurðirnar extra háar.
- Hiti er í öllum gólfum nema í geymslurými inn af bílskúr, allur gólfhiti er þráðlaus og stýrist úr appi.
- Útidyrahurðarnar á neðri hæðinni voru endurnýjaðar árið 2020 og á efri hæðinni út úr eldhúsi árið 2021.
- Búið er að endurnýja allar frárennslis- og neysluvatnslagnir. Varmaskiptir er á neysluvatni. Nýtt vatnsinntak árið 2023.
- Hitalagnir eru í hluta af bílaplani, lokað kerfi.
- Nýjar raflagnir og rafmagnstenglar í öllu húsinu. Rafmagnstöflur á báðum hæðum eru endurnýjaðar. Lýsing hönnuð af Lúmex- dimmanleg
- Hús málað að utan 2023 og að stórum hluta að innan sama ár.
- Þak var yfirfarið og bætt við öndun árið 2019. Þakskyggni og þakrennur að austan er nýlegt.
- Köld geymsla undir stiga úti.
- Ljósleiðari
- Sérsaumaðar gardínur frá Vogue í öllu húsinu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Melgata 3, Virkilega glæsilegt og mjög mikið endurnýjað 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum og með rúmgóðum innbyggðum bílskúr á Grenivík – Skráð heildarstærð er 220,6 m² og þar af er bílskúr um 35 m². Nýtanlegir fermetrar eru nær 280 m²
Eignin skiptist með eftirtöldum hætti
Neðri hæð: Forstofa, þvottahús, baðherbergi, svefnherbergi, sjónvarpshol, bílskúr og geymsla.
Efri hæð: Eldhús, stofa og borðstofa, gangur, baðherbergi, tvö barnaherbergi og hjónaherbergi með fataherbergi inn af.
Neðri hæð - inngangshæð.
Forstofa er ágætlega rúmgóð og með gegnheilum flísum. Sérsmíðaðir plastlagðir eikar fataskápar og annar undir stiganum. Nýleg útidyrahurð. Teppalagður stigi er úr forstofunni upp á efri hæð.
Þvottahús, sérsmíðuð plastlögð eikar innrétting með mjög góðu skápa- og bekkjarplássi og stórum skolvask. Stæði er í innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Hurð er út úr þvottahúsinu út á hellulagða verönd.
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, sprautulökkuð innrétting með hvítu bílalakki og ljós steinn frá Granítsmiðjunni. Handlaug úr emileruðu stáli og handlaugartæki frá voila. Spegill með lýsingu. Góð walk-in sturta , handklæðaofn, ofnanlegur gluggi og vifta/útsog.
Svefnherbergi er ágætlega rúmgott, með parket flísum á gólfi og lausum fataskáp.
Sjónvarpshol er með flísum á gólfi og er í dag nýtt sem líkamsræktarhorn. Einfalt er að breyta því í fimmta svefnherbergið.
Bílskúr er rúmgóður, með gráum flísum á gólfi, stóru niðurfalli, nýlegri (2020) rafdrifinni innkeyrsluhurð og nýlegri gönguhurð. Innrétting með vaski og vinnuborð.
Inn af bílskúrnum er opið flísalagt rými og geymsla með lökkuðu gólfi. Geymslan er með léttum vegg sem hægt er að fjarlægja til að stækka rýmið/bílskúrinn enn frekar.
Efri hæð
Eldhús, vönduð sérsmíðuð innrétting úr dökk bæsaðri eik. Skúffur eru með gripum en stórir skápar eru með vönduðum höldum. Innfelldur stór ísskápur, frystiskápur og uppþvottavél, tveir AEG ofnar með sjálfshreinsibúnaði og stórt span helluborð með innbyggðri viftu sem blæs út. Á bekkjum er steinn frá Granítsmiðjunni, steinninn nær aðeins upp á veggi. Öðru megin er innréttingin extra djúp eða 80 cm. Stór undirlímdur vaskur og vönduð útdraganleg blöndunartæki. Setbekkur í eldhúsi sem er sérsmíðaður frá Zenus og úr leðri. Stórir gluggar eru þar og hurð út á steypta verönd. Rafmagnstafla fyrir efri hæð er byggð inn í endaskápinn í eldhúsi og þar eru tenglar til þess að hlaða t.d. ryksugu.
Stofa / borðstofa er rúmgott rými þar sem hátt er til lofts og vönduð innfelld lýsing (óbein lýsing að hluta). Stórir gluggar og hurð út á steyptar svalir. Innst í stofunni er flísalagður skenkur með marmaraflísum.
Stigi milli hæða er steyptur og teppalagður. Handrið er gert úr sjónsteypu.
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, rúmgóð walk-in sturta, undirlímt baðkar úr emileruðu stáli og vegghengt salerni. Vönduð blöndunartæki frá Lusso stone. Innrétting er sérsmíðuð úr dökk bæsaðri eik. Bekkplata er úr steini frá Granítsmiðjunni með sérsmíðaðri handlaug. Vifta/útsog og opnanlegur gluggi.
Barnaherbergin eru tvö bæði með parket flísum á gólfi. Annað herbergið er mjög rúmgott og með gluggum til tveggja átta, hitt herbergið er í dag notað sem sjónvarpsherbergi.
Hjónaherbergi er rúmgott, með parket flísum á gólfi og vel innréttuðu fataherbergi.
Gangur/skrifstofuaðstaða, þar er sérsmíðað skrifaborð og hillur úr dökk bæsaðri eika.
Lóðin er 900 m² að stærð. Á baklóðinni er snyrtileg grasflöt og hellulögð verönd. Fyrir framan var drenað árið 2024 og jarðvegsskipt að stærstum hluta svo hægt væri að steypta verönd.
Annað
- Neðri hæðin var endurnýjuð á árunum 2019-2020.
- Efri hæðin var endurnýjuð árið 2021, hæðin er flísalögð með gegnheilum 60 * 60 flísum, þeim sömu og eru á neðri hæðinni. Í herbergjum eru parket flísar.
- Allar innréttingar eru sérsmíðaðar af Trésmiðju Kristjáns Jónassonar
- Allar innihurðar eru frá Birgisson, hvítar með viðaræðum. Á efri hæð eru hurðirnar extra háar.
- Hiti er í öllum gólfum nema í geymslurými inn af bílskúr, allur gólfhiti er þráðlaus og stýrist úr appi.
- Útidyrahurðarnar á neðri hæðinni voru endurnýjaðar árið 2020 og á efri hæðinni út úr eldhúsi árið 2021.
- Búið er að endurnýja allar frárennslis- og neysluvatnslagnir. Varmaskiptir er á neysluvatni. Nýtt vatnsinntak árið 2023.
- Hitalagnir eru í hluta af bílaplani, lokað kerfi.
- Nýjar raflagnir og rafmagnstenglar í öllu húsinu. Rafmagnstöflur á báðum hæðum eru endurnýjaðar. Lýsing hönnuð af Lúmex- dimmanleg
- Hús málað að utan 2023 og að stórum hluta að innan sama ár.
- Þak var yfirfarið og bætt við öndun árið 2019. Þakskyggni og þakrennur að austan er nýlegt.
- Köld geymsla undir stiga úti.
- Ljósleiðari
- Sérsaumaðar gardínur frá Vogue í öllu húsinu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
7. des. 2017
25.000.000 kr.
33.000.000 kr.
220.6 m²
149.592 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025