Sölusýning verður í Hlíð 50 í Eilífsdal, Kjósarhreppi laugardaginn 10 maí kl. 15:00-15:30 Anna Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali verður á staðnum og sýnir eignina. ***vinsamlega hringið í síma 898-2017 til að fá rafmagnshliðið inn á svæðið opnað***
Lýsing
Heimili Fasteignasala og Anna Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu fallegt sumarhús á eftirsóttum stað í stórbrotnum fjallasal í Eilífsdal, nánar tiltekið Hlíð 50, Kjósarhreppur. Lóðin sem er 7.374 fm leigulóð er afar vel staðsett með stórkostlegu útsýni til fjalla í afgirtu sumarhúsahverfi með símahliði. Öflugt sumarhúsafélag er á svæðinu og töluvert af fólki sem hefur þar fast aðsetur allt árið um kring.
*** Bókið skoðun HÉR ***
Nánari lýsing:
Sumarhúsið er úr timbri og byggt 1989 og síðan byggt við það 2023 og er í dag 73,7 fm auk sérstandandi gestahúss um 13 fm og gróðurskála um 13 fm og 8,9 fm geymslu. Bústaðurinn er fallega innréttaður, á neðri hæð eru eldhús og stofa í rúmgóðu alrými nýlega endurnýjað baðherbergi og þvottahús. Á efri hæð eru tvö herbergi, útgengi á svalir úr öðru þeirra og stórkostlegt útsýni yfir Eilífsdalinn.
Anddyri: Rúmgott anddyri með góðum fataskáp.
Stofa: Er í alrými ásamt eldhúsi á gólfum er nýlegt ljós harðparket, hvítmálaðir veggir og hvítar innihurðir. Stórir gluggar sem veita fallegtri birtu inn í rýmið, stórkostlegft útsýni.
Eldhús: Falleg hvít innrétting harðplast á borðum og á milli skápa. gott skápapláss, helluborð, bakarofn og vifta. Ísskápur fylgir með.
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað, falleg innrétting, vegghengt wc og sturtuklefi.
Þvottahús: Rúmgott þvottahús, þvottavél og þurrkari fylgja með.
Svefnherbergi: Í risi eru tvö svefnherbergi.
Rúmgóð og skjólsæll timburverönd sem er afgirt að hluta, heitur pottur og skemmtilegur gróðurskáli eru á veröndinni.
Gestahús: Lítið gestahús sem er ekki inn í fermetrafjölda eignarinnar stendur örstutt frá húsinu.
Hér er um að ræða yndislegan sælureit á einstaklega fallegum og eftirsóttum stað sem hægt er að njóta allt árið um kring þar sem fjölbreytt aðstaða er til útivistar í aðeins um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Mosfellsbæ.
Sjón er sögu ríkari.
Gjöld:
Fasteignagjöld 2025 eru kr. 126.000
Brunatrygging 2025 er kr. 41.048
Lóðarleiga 2024 var kr. 158.634
Árgjald Valshamar sumarhúsafélag kr. 20.000 tvisvar á ári
Allar frekari upplýsingar veitir Anna Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali sími 898-2017 netfang as@heimili.is
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.