












Lýsing
Miklaborg kynnir: Þriggja herbergja íbúð við Suðurgötu 36, Hafnarfirði. eignin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, þvottahús, geymslu og sameiginlega hjólageymslu.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Sæmann í síma 6912312 eða osa@miklaborg.is
Suðurgata 36 er staðsteypt tveggja hæða, þriggja íbúða hús með einhalla þaki og frístandandi bílskúr. Mjög vel staðsett íbúð rétt við miðbæ Hafnarfjarðar
Nánari lýsing
Komið er inn íbúðina um sameiginlegan inngang. Geymsla er undir stiga í stigagangi, hol með parketi á gólfi. Þvottahús með flísum á gólfi. Svefnherbergi með parketi á gólfi og fataskáp. Hjónaherbergi með parketi á gólfi, fataskáp og útgengi út á stóran sérafnotaflöt til vesturs. Baðherbergi með flíusm á gólfi og veggjum að hluta, salerni og innréttingu. Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu rými með parketi á gólfi og stórum gluggum. Eldhús með ljósri innréttingu plássi fyrir ísskáp og uppþovttavél, ofni og helluborði. Mikil lofthæð er í íbúðinni sem gefur rýminu létt yfirbragð. Sameiginleg geymsla er með annari íbúð í enda bílskúrs.
Nánari upplýsingar veitir
Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is