Lýsing
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir Heiðargerði 1, 190 Vogar,
Björt, falleg og vel skipulögð 66.7 fm íbúð á jarðhæð með séringangi og afgirtri verönd í bakgarði. Góð staðsetning.
Eignin getur verið tilbúin til afhendingar við kaupsamning.
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Forstofa með fataskáp, flísar á gólfi.
Svefnherbergi með góðum fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi lítil innrétting, sturtuklefi og flísalagt í hólf og gólf,
Þvottaherbergi er innaf baðherbergi, flísar á gólfi.
Stofa rúmgóð og björt, parket á gólfi, útgengt á rúmgóða afgirta verönd sem snýr í suður að samegninlegum garði.
Eldhús nýlega endurnýjað, innréttingar frá IKEA, eyja með stólum og skúffuplássi, ísskápur eru innbyggður í innréttingu.
Geymsla er innan íbúðar er rúmgóð og notuð sem skrifstofa í dag, hefur lofttúðu á vegg.
Hjólageymsla er sameiginleg inn í húsinu.
Nánari upplýsingar í síma 4540000 eða kaupstadur@kaupstadur.is
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.