Lýsing
Heimili fasteignasala og Ragnar Þorgeirsson, löggiltur fasteignasali sími 774-7373, kynna glæsilegt 207 fermetra einbýlishús á einni hæð með 52,4 fm. innbyggðum tvöföldum bílskúr við Svöluás 36 í Hafnarfirði. Eignin er í góðri hirðu og skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú herbergi, baðherbergi og þvottahús auk bílskúrs. Falleg aðkoma er að húsinu og stór sólpallur. Er þetta eitt af hinum rómuðu SG einingahúsum, byggt árið 2001.
Komið er inn í forstofu og þaðan inn í gott hol. Björt stofa með arni og borðstofa með útgang út í garð. Eldhús með ljósri viðar innréttingu, eyju og borðkrók. Upptekin loft gefa rýmunum aukið gildi. Frá eldhúsi er gengið út á sólpall með heitum potti.
Gott sjónvarpshol og á svefnherbergisgangi eru tvö góð barnaherbergi og hjónaherbergi með góðum skápum og útgang út á sólpallinn. Einnig baðherbergi sem hefur verið endurnýjað, baðinnrétting, ný sturta með glerskilrúmi (e. walk-in shower) og nýr infrarauður klefi (sem semja má um að fylgi). Þvottahús með góðum innréttingum og útgang út í bakgarð. Úr forstofu er innangegt í 52,4 fm. tvöfaldan bílskúr með rafmagnsopnun og geymslulofti.
Gólfefni eru parket og flísar. Bílskúrsgólf er málað. Hiti er í öllum gólfum hússins.
Húsið stendur í skjólsælum halla í botngötu í Álandshverfi og er lóðin tæpir 700 fm að stærð; Hellullögð innkeyrsla með hitalögn og garður með pöllum, potti, skjólveggjum, beðum og geymsluskúr.
Fágætt tækifæri til að hreiðra um sig í einbýlishúsi í þessu vinsæla hverfi.
Nánari upplýsingar veitir Ragnar Þorgeirsson, löggiltur fasteignasali í síma 774 7373 eða ragnar@heimili.is
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.