Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Stefán Ólafsson
Friðrik Halldór Brynjólfsson
Vista
svg

292

svg

224  Skoðendur

svg

Skráð  14. maí. 2025

atvinnuhúsnæði

Baldurshagi

565 Hofsós

Tilboð

Fasteignanúmer

F2143729

Fasteignamat

15.360.000 kr.

Brunabótamat

82.200.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1900
svg
220,5 m²
svg
9 herb.

Lýsing

Retro Mathús – Vinsæll og vel búinn veitingastaður í hjarta Hofsóss

Domus Fasteignasala kynnir Baldurshaga, einstaklega sjarmerandi eign sem hýsir hinn vinsæla veitingastað Retro Mathús. Húsið er staðsett í hjarta Hofsóss, aðeins skref frá sjávarsíðunni, með einstöku útsýni yfir Skagafjörðinn. Staðurinn er vel þekktur meðal heimamanna og ferðamanna, og stendur í því sem heimamenn kalla ýmist Plássið, Kvosina eða niðri í Stað – eftir því hver er spurður.

Lýsing eignar
  • - Heildarstærð: 220,5 m²
  • - Byggingarár: 1900
  • - Lóð: 323 m² þjónustulóð
  • - Efni: Timburhús með miklum karakter
  • - Nýlegar viðgerðir og endurbætur (sjá nánar neðar)
Skipulag eignar eftir hæðum

Kjallari – 73,5 m²
  • - Geymslur og kæliaðstaða fyrir rekstur
  • - Salernisaðstaða fyrir viðskiptavini
Miðhæð – 73,5 m²
  • - Veitingastaðurinn sjálfur
  • - Borðsalur, afgreiðslusvæði og rúmgott eldhús
  • - Nýjar lagnir í vaska og uppvask (2021)
  • - Eldhús endurnýjað að hluta 2021
Rishæð – 73,5 m²
  • - Aðstaða fyrir starfsfólk
  • - Baðherbergi með sturtu
  • - Þrjú herbergi nýtt sem geymslur og skrifstofa
  • - Parketlagt 2021 (óklárað við þröskulda)
  • - Hæðin máluð 2021
Endurbætur og viðhald – Helstu atriði

Lagnir & rafmagn
  • - Lagnir og ofnalagnir teknar í gegn þegar hitaveita var lögð inn
  • - Sérlagnir fyrir vaska í eldhúsi og bar (2021)
  • - Ljósleiðari kominn í hús (ekki tengdur)
Burðarvirki & ytra byrði
  • - I-biti settur í kjallara og ný loftaklæðning að hluta (2024)
  • - Klæðning endurnýjuð í áföngum 2014–2019:
  • - Spónaplötur, lektað, einangrað, sett loftagrind og klætt upp á nýtt
  • - Gluggum smíðað snyrtilega í
Umhverfi & aðkoma
  • - Steypt aðgengi að úti hurð í kjallara (2022)
  • - Nýtt niðurfall og dren með húsi að aftanverðu (2022)
  • - Hjólastólaaðgengi komið á pall að framan (2023)
  • - Ný rúða í aðaldyr.
Staðsetning og aðdráttarafl

Hofsós er vinsæll ferðamannastaður á Norðurlandi, þekktur fyrir rólegt andrúmsloft, stórbrotið landslag og frábært samfélag. Í nágrenninu er:
  • - Sundlaugin á Hofsósi – mjög vinsæl sundlaug sem dregur að sér þúsundir gesta ár hvert
  • - Sögusafn og listasýningar
  • - Fjölbreytt útivist: gönguleiðir, fjallasýn, hafsýn og fuglalíf
Retro Mathús – Reksturinn
  • - Starfar aðallega yfir sumartímann með allt að 10 starfsmenn á háannatíma
  • - Þekktur fyrir vinalega þjónustu og notalegt andrúmsloft
  • - Meðaleinkunn 5 stjörnur á Google (283 umsagnir)
  • - Góð og vönduð aðstaða og tækjabúnaður (getur fylgt eftir samkomulagi)
Tækifæri og möguleikar
Þessi eign býður upp á fjölbreytta möguleika - mikið hefur lagt í eignina á undanförnum árum og staðsetningin við sjóinn og í hjarta bæjarins veitir einstakt aðdráttarafl.

Þetta er einstakt tækifæri til að eignast vel þekktan veitingastað með sögu og sál í fallegu sjávarþorpi. 

Upplýsingar veita Friðrik Halldór Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s 662-8034 domus@domus.is
eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 891-9425 stefano@pacta.is



Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

img
Friðrik Halldór Brynjólfsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Domus Fasteignasala
Þverbraut 1, 540 Blönduósi
Domus Fasteignasala

Domus Fasteignasala

Þverbraut 1, 540 Blönduósi
phone
img

Friðrik Halldór Brynjólfsson

Þverbraut 1, 540 Blönduósi
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
23. sep. 2020
11.077.000 kr.
21.000.000 kr.
220.5 m²
95.238 kr.
31. maí. 2016
8.495.000 kr.
3.854.000 kr.
220.5 m²
17.478 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Domus Fasteignasala

Domus Fasteignasala

Þverbraut 1, 540 Blönduósi
phone

Friðrik Halldór Brynjólfsson

Þverbraut 1, 540 Blönduósi