












Lýsing
Miklaborg kynnir: Stílhrein og björt þriggja herbergja íbúð á frábærum stað við Háteigsveg. Eignin er björt með góðu skipulagi og hefur verið innréttuð á sérlega smekklegan hátt.
Frábær staðsetning í rólegu umhverfi – en allt innan seilingar
Allar nánari upplýsingar veitir Kjartan Ísak Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 663-4392 eða kjartan@miklaborg.is
Nánari lýsing
Alrými: Forstofuhol, rúmgóð stofa/borðstofa og eldhús. Harðparket er á gólfi. Rýmið liggur að öllum rýmum íbúðarinnar.
Eldhúsið með fallegri innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, ofn, spanhelluborð og háfur yfir helluborði.
Hjónaherbergi: er rúmgott með góðu skápaplássi.
Svefnherbergi II: Rúmgott og bjart herbergi. Vegghengd skrifborðsplata í enda herbergis.
Baðherbergi er rúmgott með flísum á gólfi og veggjum, salerni, innréttingu með handlaug, efri speglaskáp og baðkari með sturtu.
Þvottahúsið er sérrými innan íbúðarinnar, með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Efri hillur og borðplata, handlaug, flísar og niðurfall á gólfi.
Geymsla er 7,6 fm staðsett í sameignarkjallara
Hjólageymsla í sameign.
Eignin nýtur einstaklega góðrar staðsetningar, rétt utan við ys og þys miðborgarinnar. Þó er aðeins stutt göngufæri í alla helstu þjónustu og afþreyingu – bakarí, veitingastaði, verslanir, Sundhöll Reykjavíkur og tengingar við almenningssamgöngur. Útivistarparadísin Klambratún er einnig rétt handan við hornið sem býður upp á græn svæði til göngu og útivistar.