Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson
Vista
sumarhús

Höfðabyggð

607 Akureyri

99.000.000 kr.

507.692 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2318591

Fasteignamat

82.000.000 kr.

Brunabótamat

118.850.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2008
svg
195 m²
svg
3 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Fasteignasalan Hvammur 466 1600

Glæsilegt heilsárshús í Lundskógi í Fnjóskadal – samtals 195 m² að stærð en nýtanlegir fermetrar eru fleiri.  Húsið stendur við götuna Hlíðarbyggð.
Aðalhæð: Forstofa, gangur, stofa og eldhús í einu rými, tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Ris: Opið ris/svefnloft – rúmgott, c.a. 60 m² að grunnfleti.
Kjallari: Eitt herbergi, hol/þvottahús og bílskúr eða leiktækjageymsla.

Nánari lýsing:
Forstofan er með flísum á gólfi og þar er stór eikar fataskápur.
Eldhúsið og stofan eru í einu rúmgóðu og björtu alrými þar sem loftin eru tekin upp og stórir gluggar eru bæði á suður og vesturhlið.  Góð eikarinnrétting með vönduðum siemens eldhústækjum með burstaðri stál áferð.  Rennihurða opnun út á pall er bæði út úr eldhúsi til vesturs og úr stofu til suðurs.  Í stofu er kamina.
Svefnherbergin eru þrjú, tvö á aðalhæðinni og eitt í kjallara.  Annað herbergið á efri hæð (hjónaherbergið) er með stóru baðherbergi innaf með bæði baðkari og sturtu, og úr herberginu er útgangur á pall til vesturs. Flísar eru á öllum herbergjunum.
Baðherbergin eru tvö og er bæði rúmgóð, flísalögð í hólf og gólf, eikar innréttingar og í öðru þeirra er bæði baðkar og sturta, en bara stór sturta í hinu og útgangur á pall og í heitan pott.
Risloftið er parketlagt og er mjög rúmgott og þar væri hægt að útbúa tvö herbergi.
Leiktækjageymsla/bílskúr er með flísum á gólfi og þar er bæði gönguhurð og innkeyrsluhurð.  Hellulögð verönd er þar fyrir utan og steyptar tröppur upp á lóðina með suðurhliðinni.
Þvottahús / hol er í kjallaranum, flísalagt og þar er góð þvottahúsinnrétting.
Pallurinn í kringum allt húsið er steyptur. Skjólveggir eru bæði steyptir og úr gleri og góð útilýsing.  Heitur pottur er sunnan við húsið og hitalagnir eru í pallinum við pottinn og við aðalinngang.

Annað
- Hitaveita er í húsinu og varmaskiptir.
- Hiti er í öllum gólfum nema í risi en þar eru ofnar.
- Ljósleiðari er kominn inn og tengdur.
- Eignin er öll nýmáluð að innan (maí 2022)
- Bílaplan er rúmgott
- Húsið stendur efst í byggðinni - gott útsýni
- Allar innréttingar eru úr spónlagri eik
- Húsið er timburhús á steyptum kjallara, klætt með bárujárni og sedrusviði
- Lóðin er stór, rúmur hektari að stærð - 11.480 m²
- Mjög góður 9 holu golfvöllur og gólfskáli með veitingum er í göngufæri frá húsinu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone
Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone