Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson

Vigdís R. S. Helgadóttir

Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir

Gylfi Jens Gylfason
.jpg)
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir

Sveinn Gíslason

Páll Guðmundsson

Þórarinn Arnar Sævarsson
.jpg)
Berglind Hólm Birgisdóttir

Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir

Brynjar Ingólfsson

Guðný Þorsteinsdóttir

Bjarni Blöndal
.jpg)
Þorsteinn Ólafs

Þórdís Björk Davíðsdóttir

Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2020
145,4 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sameiginl. inngangur
Bílastæði
Lyfta
Laus strax
Opið hús: 19. maí 2025
kl. 17:30
til 18:00
Opið hús: Efstaleiti 13, 103 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 01 14. Eignin verður sýnd mánudaginn 19. maí 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Þorsteinn Ólafs og RE/MAX kynna vel skipulagða, kyrrláta og vandaða 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í nýlegu fjölbýlishúsi við Efstaleiti 13 í Reykjavík. Heildarstærð eignarinnar er 145,4 fm, þar af 10,6 fm geymsla og 30,9 fm bílskúr. Einnig fylgja tvö sérmerkt bílastæði í lokuðu bílahúsi.
Skipulag og aðstaða
Alrými með stofu, borðstofu og opnu eldhúsi
Tvö rúmgóð svefnherbergi
Baðherbergi með baði, walk-in sturtu, handklæðaofni og vönduðum innréttingum
Sér þvottahús inn af eldhúsi
Sér geymsla í kjallara
Bílskúr og tvö bílastæði í bílageymslu
Aðgangur að sameign s.s. hjóla- og vagnageymslu
Nánari upplýsingar:
Hafðu samband við Þorstein Ólafs, löggiltan fasteignasala:
sími 842 2212 - netfang to@remax.is
Hér má sjá 3D af íbúðinni:
Nánari lýsing eignar
Gengið er inn í opna og rúmgóða forstofu með fjórföldum fataskáp. Þaðan opnast alrými með bjartri stofu og borðstofu þar sem eldhúsið er opið inn í rýmið og skapar fallega heild.
Stofan er rúmgóð og björt með stórum suðurgluggum og útgengi á suðurverönd. Á gólfum er vandað parket.
Eldhúsið er með glæsilegum innréttingum, innbyggðri uppþvottavél, span helluborði, góðu skápa- og borðplássi og steinborðplötum. Parket á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt með vönduðum innréttingum, steinborðplötu, walk-in sturtu með glerhurð, baðkari, upphengdu salerni og handklæðaofni.
Þvottahús er inn af eldhúsi, flísalagt með vaski og innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergin eru tvö og bæði rúmgóð. Hjónaherbergið er með góðu skápaplássi og parketi á gólfum.
Geymsla er í kjallara og eigninni fylgir einnig 30,9 fm bílskúr og tvö sérmerkt bílastæði í lokuðu bílahúsi.
Sameign er snyrtileg og vel við haldið.
Glæsileg og vönduð eign
Þessi íbúð sker sig úr með vönduðu efnisvali og faglegri hönnun.
Litaval og innréttingahönnun: Rut Káradóttir, innanhússarkitekt.
Innréttingar: Hannaðar af GKS og smíðaðar af Nobilia í Þýskalandi.
Flísar: Vandaðar flísar á baðherbergi og þvottahúsi frá MARAZZI.
Borðplötur: Úr náttúrusteini (Dekton) frá Rein steinsmiðju.
Tæknibúnaður: Ljósleiðari með háhraðatengingu.
Rafbílahleðsla: Hleðslukerfi frá Ísorku í bílageymslu.
Efstaleitið er staðsett í hverfi þar sem stutt er í flesta þjónustu – verslanir, þjónustu og falleg útivistarsvæði. Hverfið er rólegt og fjölskylduvænt með gróðursælum og skjólsælum garði með reiðhjólaskýli, leiksvæði og hreyfistöð. Efstaleitið er nútímalegt og eftirsótt íbúðahverfi þar sem borgarlífið og rólegheitin mætast. Á jarðhæð við Efstaleiti 25 er kaffihús með útisvæði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af löggiltum fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
Vantar allar tegundir eigna á skrá! Ef þú ert að hugsa um að selja, hafðu samband og fáðu ókeypis verðmat á eigninni þinni.
Nánari upplýsingar: Þorsteinn Ólafs, löggiltur fasteignasali - sími 842 2212 - netfang to@remax.is
Skipulag og aðstaða
Alrými með stofu, borðstofu og opnu eldhúsi
Tvö rúmgóð svefnherbergi
Baðherbergi með baði, walk-in sturtu, handklæðaofni og vönduðum innréttingum
Sér þvottahús inn af eldhúsi
Sér geymsla í kjallara
Bílskúr og tvö bílastæði í bílageymslu
Aðgangur að sameign s.s. hjóla- og vagnageymslu
Nánari upplýsingar:
Hafðu samband við Þorstein Ólafs, löggiltan fasteignasala:
sími 842 2212 - netfang to@remax.is
Hér má sjá 3D af íbúðinni:
Nánari lýsing eignar
Gengið er inn í opna og rúmgóða forstofu með fjórföldum fataskáp. Þaðan opnast alrými með bjartri stofu og borðstofu þar sem eldhúsið er opið inn í rýmið og skapar fallega heild.
Stofan er rúmgóð og björt með stórum suðurgluggum og útgengi á suðurverönd. Á gólfum er vandað parket.
Eldhúsið er með glæsilegum innréttingum, innbyggðri uppþvottavél, span helluborði, góðu skápa- og borðplássi og steinborðplötum. Parket á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt með vönduðum innréttingum, steinborðplötu, walk-in sturtu með glerhurð, baðkari, upphengdu salerni og handklæðaofni.
Þvottahús er inn af eldhúsi, flísalagt með vaski og innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergin eru tvö og bæði rúmgóð. Hjónaherbergið er með góðu skápaplássi og parketi á gólfum.
Geymsla er í kjallara og eigninni fylgir einnig 30,9 fm bílskúr og tvö sérmerkt bílastæði í lokuðu bílahúsi.
Sameign er snyrtileg og vel við haldið.
Glæsileg og vönduð eign
Þessi íbúð sker sig úr með vönduðu efnisvali og faglegri hönnun.
Litaval og innréttingahönnun: Rut Káradóttir, innanhússarkitekt.
Innréttingar: Hannaðar af GKS og smíðaðar af Nobilia í Þýskalandi.
Flísar: Vandaðar flísar á baðherbergi og þvottahúsi frá MARAZZI.
Borðplötur: Úr náttúrusteini (Dekton) frá Rein steinsmiðju.
Tæknibúnaður: Ljósleiðari með háhraðatengingu.
Rafbílahleðsla: Hleðslukerfi frá Ísorku í bílageymslu.
Efstaleitið er staðsett í hverfi þar sem stutt er í flesta þjónustu – verslanir, þjónustu og falleg útivistarsvæði. Hverfið er rólegt og fjölskylduvænt með gróðursælum og skjólsælum garði með reiðhjólaskýli, leiksvæði og hreyfistöð. Efstaleitið er nútímalegt og eftirsótt íbúðahverfi þar sem borgarlífið og rólegheitin mætast. Á jarðhæð við Efstaleiti 25 er kaffihús með útisvæði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af löggiltum fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
Vantar allar tegundir eigna á skrá! Ef þú ert að hugsa um að selja, hafðu samband og fáðu ókeypis verðmat á eigninni þinni.
Nánari upplýsingar: Þorsteinn Ólafs, löggiltur fasteignasali - sími 842 2212 - netfang to@remax.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
11. feb. 2022
77.150.000 kr.
91.000.000 kr.
145.4 m²
625.860 kr.
10. mar. 2021
61.600.000 kr.
68.900.000 kr.
114.5 m²
601.747 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025