Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Heimir Hafsteinn Eðvarðsson
Árni Björn Erlingsson
Upplýsingar
svg
Byggt 2024
svg
133 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Giljatunga 29, heilsárshús í landi Ásgarðs í Grímsnes-og Grafningshreppi. Glæsilegt útsýni.

Fasteignaland kynnir: Sumarhús (heilsárshús) í landi  Ásgarð við Giljatungu 29. Um er ræða 133 fm hús á 8012 fm eignarlóð. Lóðin liggur að gili (Sólgil) sem er kjarri vaxið og rennur Markarlækur niður gilið. Húsið er álklætt (stuðlabergsklæðning) og með Áll/tré gluggum. Sólpallur er úr Lerki og um 120 fm. Í þessu húsi er steypt plata og hitalögn. Hitatúpa er fyrir gólfhitann og varmaskiptir (gegnumstreymishitari) fyrir neysluvatn. Húsið er afar vandað með sérsmíðuðum innréttingum. Útveggir eru klæddir með eikarklæðningu annars eru veggir með steypuáferð.  Hurðir og innréttingar eru úr reyktri eyk. Loft eru með innfelldum ljósum. Húsið skilast fullbúið úttekið.  Lítilsháttar frágangur eftir á lóð en að öðruleiti skilast lóðin eins og hún er af náttúrunar hendi.

Lýsing á eign:  Forstofa með flísum á gólfi og góðu skápaplássi. Þrjú herbergi með parketi á gólfi, eitt með útgengi út á suður verönd. Tvö baðherbergi eru í húsinu. Eitt inn af hjónaherbergi, flísalagt í hólf og gólf með vandaðri innréttingu og steinborðplötu, sturta (walk in).   Eldhús og stofa í sama rými með góðri lofhæð, parketi á gólfi og útgengi út á verönd. Eldhús með viðarinnréttingu og steinborðplötu ásamt eyju.  Vönduð tæki. Gestabaðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með fallegri viðarinnréttingu með steinborðplötu, sturtu (walk in). Þvottahús með flísum á gólfi, fallegri ljósri innréttingu með steinborðplötu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Inn af þvottahúsi er inntaksrými með flísum á gólfi og útgengi út á sólpall.

Sólpallur er um 120 fm með skjólgirðingu að hluta.  Gert er ráð fyrir heitum potti og eru tengingar fyrir hendi.
Árgjald í félag sumarhúsaeiganda á svæðinu er um kr. 70.000 á ári. 
Svæðið er lokað með hliðið (rafmagnshlið).

Upplýsingar gefa: 
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Jón Smári Einarsson, löggiltur fasteignasali s. 860-6400, netfang: jonsmari@fasteignaland.is


Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Fasteignaland ehf

Fasteignaland ehf

Skeifunni 2, 108 Reykjavík.
Fasteignaland ehf

Fasteignaland ehf

Skeifunni 2, 108 Reykjavík.