Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hafdís Rafnsdóttir
Dórothea E. Jóhannsdóttir
Sigurður Gunnlaugsson
Jón Gunnar Gíslason
Hafliði Halldórsson
Aðalsteinn Bjarnason
Margrét Rós Einarsdóttir
Guðný Ösp Ragnarsdóttir
Elka Guðmundsdóttir
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1981
svg
305,6 m²
svg
8 herb.
svg
4 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur
Opið hús: 22. maí 2025 kl. 17:00 til 17:30

Opið hús: Brekkubær 4, 110 Reykjavík. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 22. maí 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.

Lýsing

Fasteignasalan TORG og Margrét Rós lgf. kynna í sölu einstaklega fallegt og mikið endurnýjað raðhús með bílskúr og aukaíbúð í kjallara við Brekkubæ 4 í 110 Árbæ. Um er að ræða afar rúmgóða og vel skipulagða íbúð á tveimur hæðum ásamt kjallara, bílskúr og rúmgóðri timburverönd til suðurs. Íbúðin er öll nýlega endurnýjuð á afar smekklegan máta og skiptist eftirfarandi, á neðri hæð er anddyri, hol, gestasalerni, eldhús opið í báða enda, stofa og borðstofa í opnu rými ásamt útgengi á svalir og stóra timburverönd til suðurs. Á efri hæð eru þrjú rúmgóð svefnherbergi (fimm á teikningu), sjónvarpshol, stórt baðherbergi og sér þvottaherbergi. Í kjallara er svo rúmgóð 2ja herbergja íbúð með sérinngangi. Frábær fjölskyldueign sem vert er að skoða. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Rós lgf. í s. 856-5858 eða margret@fstorg.is

*** SÆKJA SÖLUYFIRLIT HÉR ***

Birt heildarstærð eignar samkvæmt skv. fasteignaskrá HMS er 305,6 og skiptist í 181,1  raðhús á tveimur hæðum, 19,7 bílskúr og 104,8 m² íbúð í kjallara með sérinngangi. Að auki fylgir geymsla undir útitröppum sem er ekki skráð inn í fermetratölu.

Vel staðsett eign í fjölskylduvænu hverfi, stutt er í stofnbrautir ásamt því að öll helsta þjónusta er í nágrenni, m.a. leikskóla, skóla, íþróttamiðstöð, sundlaug og matvörubúðir, líkamsrækt og margt fleira. Árbæjarskól og leikskólinn Rofaborg eru handan við hornið og í göngufæri, ekki þarf að fara yfir stóra götu á leið í skólann. Örstutt er í góð útivistarsvæði í Elliðaárdalinn og Heiðmörk til að njóta útiverunnar og frábærar göngu- og hjólaleiðir í nágrenninu.

HVERS VIRÐI ER ÞÍN FASTEIGN? BÓKA FRÍTT VERÐMAT

Nánari lýsing og skipting eignarhluta:
Neðri hæð: 
Forstofa, Komið er inn í opna forstofu sem er flísalögð. Vandaðir nýlegir fataskápar með innbyggðri lýsingu.
Eldhús, er opið við forstofu og stofu með parket á gólfi. Allt nýlega endurnýjað, falleg nnrétting með hornlaga setbekk við glugga, innfeldum tvöföldum ísskáp ásamt uppþvottavél og vönduðum Quartzite stein á borðum. Samsung bakaraofn og combi ofn í vinnuhæð, Siemens 80cm helluborð og Lusso stonebrass blöndunartæki.
Stofa og borðstofa, eru samliggjandi í opnu rými með stórum og björtum gluggum til suðurs, parket á gólfi og notarlegri kamínu. Frá stofu er útgengi á svalir sem snúa í suður og þaðan er stigi niður í afgirtan bakgarð með timburverönd.
Gestasalerni, er inn af forstofugangi við hliðina á stigagangi með upphengdu salerni, handlaug m/blöndunartæki frá Lusso stone og speglaskáp með stillanlegri lýsingu. Flísar á gólfi og vegg að hluta til.

Efri hæð:
Stigi, gengið um breiðan teppalagðan stiga á efri hæð.
Hol/Sjónvarpshol, rúmgott með parketi á gólfi og tengir saman rýmin á efri hæð.
Hjónaherbergi #1 (voru áður tvö herbergi) er rúmgott með miklu skápaplássi, parketi á gólfi og útgengi á svalir til suðurs.
Svefnherbergi #2 er bjart með glugga til suðurs og parket á gólfi.
Svefnherbergi #3 er rúmgott með miklu skápaplássi og parketi á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf m/baðkari og tvöfaldri "walk-in" sturtu. Innrétting með skúffum, tvær handlaugar og blöndunartæki frá Lusso stone. Spegill á vegg með hitamottu og innbyggðri lýsingu og handklæða ofn með hillum.
Þvottaherbergi með flísum á gólfi, rúmgóðri innréttingu með skolvaski og gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.

Aukaíbúð í kjallara:
Anddyri með flísum á gólfi. Sérinngangur er að íbúðinni en gengið er niður stiga framan við húsið.
Þvottahús sem er inn af anddyri er rúmgott og gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla/herbergi (gluggalaust) er rúmgott, einnig inn af anddyri, er í dag nýtt sem geymsla fyrir aukaíbúð.
Baðherbergi er tvískipt, með salernisaðstöðu öðru megin á gangi og á móti er baðherbergisaðstaða með sturtuklefa og heitum potti.
Stofa/borðstofa og eldhús er samliggjandi í opnu rými með flísum á gólfi og útgengi út á baklóðina.
Eldhús opið við stofu með nýlegri hvítri innréttingu.
Svefnherbergi er rúmgott með fataskáp og parket á gólfi.

Geymslur: Tvær geymslur eru staðsettar utanverðu við inngang að aukaíbúð. Önnur þeirra undir stiga er ekki skráð inn í fermetratölu. Hin geymslan er með glugga við útitröppur.
Bílskúr: Bílskúrinn er 19,7 m2 að stærð og er innangengur við hlið útidyrahurð.
Lóðin: Að framanverðu er steypt bílastæði með snjóbræðslukerfi og flísar á stétt við inngang og steypt blómabeð. Aftan við húsið er skjólsæl og sólrík timburverönd til suðurs og er garðurinn lokaður af með skjólveggjum. Á verönd eru einnig blómabeð með fallegum gróðri. Botnlangi inn að raðhúsalengjunni er einkalóð. Gott aðgengi er að húsinu og næg bílastæði sem tilheyra raðhúsalengjunni.

ERTU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM? SMELLTU HÉR

Ath innra skipulag hefur verið breytt að miklu leiti og er ekki samkvæmt teikningum. Stigi frá miðhæð og niður í aukaíbúð er enn til staðar en lokað er á milli í stigaopi frá 1. hæð. Það er því hægt að opna á milli og nýta kjallara sem hluta af íbúðarrými með efri hæðum.

Viðhald / framkvæmdir:
Utanhúss:

2012 - Skipt um þakkanta og þeir málaðir (að sögn fyrrum seljanda).
2020/21 - Þak og þaklúgu endurnýjað að mestu á húsi og bílskúr (að sögn fyrrum seljanda).
2023 - Þakkantar málaðir.
2025 - Múrviðgerðir og hús málað að utan að hluta.
2025 - Tréverk að utan pússað og lakkað að mestum hluta. Timburverönd olíuborin

Innanhúss: 
Kjallari
2022 - Íbúð máluð, eldhúsinnrétting endurnýjuð og ný ljós í flest rými.

Neðri og efri hæð:
Íbúð endurnýjuð að mestu leiti á árunum 2022-2025 og innra skipulagi breytt.
- Rofar og tenglar endurnýjaðir.
- Ofnar fjarlægðir og settar hitalagnir í gólf og þau flotuð á neðri hæð, ásamt gólf á baðherbergi og þvottaherbergi efri hæðar.
- Allir veggir og loft heilspörstluð og máluð.
- Gluggakarmar pússaðir og lakkaðir hvítir og og sólbekki lakkaðir.
- Gólfefni endurnýjuð á báðum hæðum með parket, flísum og teppi á stiga.
- Allir fataskápar endurnýjaður og sett innnbyggð lýsing.
- Öll ljós endurnýjuð og fræst í vegg fyrir tv snúru inni í stofu.
- Eldhúsinnrétting endurnýjuð ásamt borðplötu, vaski, blöndunartækjum, ísskáp, uppþvottavél og eldunartækjum.
- Baðherbergi endurnýjuð á báðum hæðum með tækjum og innréttingum.
- Þvottaherbergi útbúið frá grunni á efri hæð með innréttingu og skolvaski og gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
- Frárennslis- og neysluvatnslagnir endurnýjaðar í þvottaherbergi og baðherbergi á 2. hæð.
- Lagnagrind yfirfarin, þrýstijafnari og loftventill endurnýjaður.
- Rafmagnshleðslustöð fyrir rafbíl sett upp við bílskúr.
- Rafmagnstafla fyrir hús endurnýjuð og yfirfarin ásamt rafmagni á 1. og 2. hæð og sett upp snjallkerfi fyrir lýsingu.
- Nýjar raflagnir dregnar fyrir raftæki í eldhús ásamt baðherbergi og þvottaherbergi á 2. hæð.
- Sérsmíðað handriði með StucDeco áferð á stigagang milli 1. og 2. hæðar.

Nánari upplýsingar veita:
Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s. 856-5858margret@fstorg.is
Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.773-3532 / adalsteinn@fstorg.is

KÍKTU Í HEIMSÓKN TIL MÍN Á FACEBOOK
VILTU VITA HVAÐ VIÐSKIPTAVINIR OKKAR HAFA SEGJA? SMELLTU HÉR

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

img
Margrét Rós Einarsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Fasteignasalan TORG
Garðatorgi 5, 210 Garðabæ
Fasteignasalan TORG

Fasteignasalan TORG

Garðatorgi 5, 210 Garðabæ
phone
img

Margrét Rós Einarsdóttir

Garðatorgi 5, 210 Garðabæ
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
21. jan. 2022
91.950.000 kr.
94.500.000 kr.
305.6 m²
309.228 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignasalan TORG

Fasteignasalan TORG

Garðatorgi 5, 210 Garðabæ
phone

Margrét Rós Einarsdóttir

Garðatorgi 5, 210 Garðabæ