Opið hús: ÁLFABREKKA 5, 750 Fáskrúðsfjörður. Eignin verður sýnd föstudaginn 23. maí 2025 milli kl. 16:00 og kl. 16:30.
Lýsing
Fjögurra herbergja einbýlishús með bílskúr. Smellið hér fyrir staðsetningu.
Húsið er byggt árið 1973 og bílskúrinn árið 2004. Stærð einbýli 122.0 m² og bílskúr 47.0 m² samtals 169.0 m² samkvæmt skráningu HMS
Skipulag eignar: Anddyri, eldhús, stofa og borðstofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, gestasalerni, gangur og þvottahús. Bílskúr með geymslu og millilofti.
Nánari lýsing:
Anddyri með tvöföldum fataskáp, gestasalerni er innaf anddyri.
Eldhús, rúmgóð Brúnás Innrétting,borðkrókur, gashelluborð (skynjari, gaskútur er úti).
Tvöfaldur ísskápur, ofn í vinnuhæð og innbyggður örbylgjuofn Whirpool, uppþvottavél fylgir.
Stofa og borðstofa eru saman í rými.
Þrjú svefnherbergi.
Hjónaherbergi er með fataskápum, frontar eru frá Brúnás.
Barnaherbergin eru tvö, bæði þeirra eru með fataskápum.
Baðherbergi, flísar á gólfi, fíbó plötur á veggjum. Sturtuklefi og baðkar, nýlegt salerni. Ikea vaskaskápur og handklæðaskápur (nýlegt innan 3 ára).
Gestasalerni er inn af anddyri, salerni, handlaug og speglaskápur, gluggi.
Gangur, þaðan er útgengt út á timburverönd (til vesturs) með skjólveggjum og hliði, þar er í dag heitur pottur rafmagns (getur mögulega fylgt).
Þvottahús, vatnsinntak er í þvottahúsi, þar er einnig heitavatnskútur. Rafmagnstafla er í þvottahúsi, á bakvið hurð. Rafmagnstafla er upprunaleg að mestu leyti.
Bílskúr, steyptur, innkeyrsluhurð með rafmagnshurðaopnara. Gönguhurð á hlið. Milliloft er í bílskúrnum að hluta. Aflokuð geymsla er innst í bílskúr. Búið að klæða veggi í bilskúr, en á eftir að klæða loftið, búið er að einangra loft.
Þriggja fasa rafmagn er í bílskúr. Heitur pottur er tengdur með rafmagni inn í bílskúr. Varmadæla „loft i loft" er í bílskúr.
Gólfefni: Parket er á stofu og borðstofu, svefnherbergjum og gangi. Flísar eru á anddyri, eldhúsi, baðherbergi, gestasalerni og þvottahúsi. Málað gólf í bílskúr.
Allar innihurðar eru frá Brúnás (10 ára). Rafmagnsofnar eru í öllum rýmum, nema í eldhúsinu þar er gólfhiti. Ticino rofar og tenglar allsstaðar, nema á einum stað í eldhúsi.
Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðinna meðal annars: Nýjir gluggar í öllu húsinu 2022.
Þak á íbúðarhúsi, var endurnýjað fyrir u.þ.b. 6 árum síðan þá var einangrað upp á nýtt ásmat því að endurnýjað var pappi og þakjárn. Ál þakkanntur, frágengið.
Fyrir u.þ.b. 8-10 ár síðan var húsið málað að utan. Húsið er forsteypt einingarhús. Timburverönd (2008) er fyrir innan húsið (að vestan) aflokuð með hliði. Rafmagnspottur (saltvatnspottur) 2022 frá Heitir pottar.is er á verönd (getur fylgt með). Malbikað bílaplan er við húsið pláss fyrir 2-3 bíla. Gróin garður.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS: Fasteignanúmer 217-7798.
Stærð: Einbýli 122.0 m². Bílskúr 47,0 m². Samtals 169,0 m².
Brunabótamat: 75.750.000 kr.
Fasteignamat: 42.400.000 kr.
Byggingarár: Einbýli 1973. Bílskúr 2004.
Byggingarefni: Forsteypt.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is
Kristín Rós Magnadóttir, löggiltur fasteignasali / lögfræðingur - kristin@byrfasteignasala.is
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali - silla@byrfasteignasala.is
Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði - Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir | Byr fasteignasala