Lýsing
Eignin er vel skipulögð og skiptist í eldhús, stofu og borðstofu í opnu rými, þrjú svefnherbergi þar af hjónasvíta með fataherbergi og baðherbergi, baðherbergi, anddyri, þvottahús og bílskúr. Hiti í öllum gólfum.
Skv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 197,6 fm.
Nánar um eignina:
Anddyri með góðum fataskáp. Parket á gólfi.
Þvottahús innaf anddyri með góðri innréttingu. Auka inngangur úr þvottahúsi.
Eldhús, stofa og borðstofa mynda eitt stórt alrými með gólfsíðum gluggum. Parket á gólfi.
Eldhús með stóri eyju með miklu skápaplássi. Eldhúsinnrétting frá Eirvík og Miele eldhústæki. Spanhelluborð með innbyggðum gufugleypi og innfelldur vaskur með svörtum blöndunartækjum í eyju. Vandaður Dekton steinn er á borðplötu á eldhúseyju. Steinn er með vottað hita-, rispu- og blettaþol. Bakaraofn í vinnuhæð ásamt combi ofni. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Góður tækjaskápur. Útgengt er á góðan govaplast pall úr eldhúsi. Hitalampi yfir "grillsvæði" á palli.
Stokkar í stofu með loftskiptikerfi. Led lýsing meðfram stokkum. Halogen lýsing í stofu.
Aukin lofthæð í alrými.
Hjónasvíta með fataherbergi. Parket á gólfi.
Baðherbergi með glugga innaf hjónasvítu. Upphengt salerni. Baðkar. Snyrtileg innrétting. Stór og góður spegill. Flísar í hólf og gólf.
Herbergi II er rúmgott með fataskáp. Parket á gólfi.
Herbergi III er rúmgott með fataskáp. Parket á gólfi.
Aðalbaðherbergi eignar með innangenginni (walk-in) sturtu með svörtum blöndunartækjum. Snyrtileg innrétting með handlaug. Upphengt salerni. Flísar í hólf og gólf.
Stór og rúmgóður bílskúr með góðri innréttingu og skápum. Fjarstýrð hurð. Flísar á gólfi.
Hiti er í öllum gólfum eignar ásamt bílaplani.
Loftskiptikerfi og usb kerfi - free@home kerfi er í húsinu.
Gert er ráð fyrir heitum potti (búið að leggja fyrir)
Stór og góður veggur með álþyljum umlykur lóðina.
Ruslatunnuskýli fyrir fjórar tunnur.
Rafhleðslustöð.
Um er að ræða glæsilega eign á þessum rólega stað á Höfn í Hornafirði. Húsið er klætt með Cembrit plötum. Húsið er hannað/teiknað af arkitektastofunni Kollgátu.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sólveig Regína Biard, löggiltur fasteignasali, í síma 869-4879 eða á netfanginu solveig@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.