Lýsing
Viltu fasteignir kynnir tveggja herbergja íbúð í þríbýlishúsi við Hrísateig 13,105 Reykjavíkurborg. Íbúðin er 44.4 fm með sameiginlegum inngangi. Íbúðin var mikið endurnýjuð fyrir nokkrum árum m.a eldhús, baðherbergi. Sameiginlegt þvottahús og snyrtilegur garður. Frábær fyrstu kaup !
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Allar nánari upplýsingar veita:
Karólína Íris löggiltur fasteignasali í síma 772-6939, karolina@viltu.is
Elísabet Kvaran löggiltur fasteignasali í síma 781-2100, elisabet@viltu.is
Eignin er skráð hjá Þjóðskrá: Fastanr. 201-8721, nánar tiltekið eign merkt 00-01, birt heildarstærð 44.4 fm. Þar af er íbúðin skráðir 39,6 fm og sérgeymsla í sameign merkt 00-03 er skráð 4,8 fm.
Eignin skiptist í: Forstofu/hol, 1 svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherb.
Nánari lýsing eignarinnar:
Íbúðin er í kjallara í snyrtilegu mjög vel staðsettu húsi.
Sameiginleg forstofa sem er flísalögð. Úr sameiginlegri forstofu er gengið í sameiginlegt þvottaherbergi og í sérgeymslu fyrir íbúðina.
Hol er parketlagt og með fatahengi.
Eldhús þar er búið að flota gólf og endurnýja með hvíttlakkaðri fallegri innréttingu og endurnýja tæki.
Stofa sem er parketlögð og björt með gluggum í tvær áttir.
Gangur er parketlagður.
Baðherbergi er flotað gólf, innrétting, handklæðaofn og sturtuklefi.
Svefnherbergi er parketlagt og með lausum fataskápum.
Sameiginlegt þvottaherbergi á hæðinni er með gluggum, snúrum og sér tenglum fyrir hverja íbúð.
Sér geymsla á hæðinni undir tröppum.
Lóðin er tyrfð og þar er trjágróður. Lóðin er sameiginleg með öðrum eignarhlutum hússins.
Staðsetning eignarinnar er mjög góð og vel staðsett við Laugardalinn.
Viltu fasteignir bjóða fasta söluþóknun 995.000 kr.
Allt innifalið. - Ekkert vesen
Kynntu þér málið á Viltu.is
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.