Lýsing
Miklaborg kynnir: Bjarta og fallega 4ra herbergja íbúð á tveimur hæðum á þessum vinsæla stað á horni Bergþórugötu og Frakkastígs. Eignin er skráð 99 fm auk 8 fm geymslu í kjallara sem er ekki inni í þeirri tölu. Mikið útsýni er úr íbúðinni og má sjá margar af byggingarperlum Reykjavíkur, Faxaflóann og Esjuna.
Nánari lýsing
Komið er inn um sameiginlegan inngang þaðan er gengið upp og inn í íbúðina sem er á 3. hæð.
Neðri hæð:
Hol/alrými: Komið er inn í bjart alrými/hol sem leiðir að stofu, borðstofu og eldhúsi á neðri hæð og að hringstiga uppá efri hæðina. Parket á gólfi.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í opnu rými: Eldhús er með opnanlegum glugga, góðu skápaplássi og eyju. Stofa og borðstofa eru með glugga í vestur og norður með skemmtilegu útsýni yfir götulífið í miðbænum. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Er með sturtu. Baðherbergið er málað í hvítum lit og er með ljósum flísum á gólfi.
Efri hæð:
Hringstigi liggur upp á efri hæð.
Svefnherbergi 1: Er rúmgott með fataskáp. Parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Er rúmgott með fataskáp. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Er með baðkari og góðu skápaplássi. Flísar á gólfi.
Svalir: Eru út frá stærra svefnherberginu og snúa í vestur með glæsilegu útsýni yfir sundin og Esjuna.
Geymsla: Er 8 fm og er staðsett í kjallara hússins.
Sameign: Er snyrtilegt sameiginlegt þvottahús og sameiginlegur vel við haldin pallur.
Fyrir liggur að fara þarf í framkvæmdir vegna endurnýjunar á húsinu og í því sambandi liggur fyrir ástandsskýrsla og tilboð frá verktaka. Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir í sumar. Ástandsskýrslu er hægt að nálgast hjá fasteignasala.
Saga hússins Um er að ræða 5 íbúða steinsteypt hús, byggt árið 1922 sem bætt hefur verið við í áföngum. Það var upphaflega einlyft en árið 1923 var húsið hækkað um eina hæð. Hækkunin er gerð úr steinsteypu. Þá voru á risinu tveir gluggakvistir, annar móti vestri en hinn norðan á því. Árið 1946 var húsið hækkað um eina hæð og viðbygging gerð við austurenda þess úr steinsteypu. Húsið var þá húðað utan með marmarasalla á tveimur hliðum en að öðru leyti með skeljasandi. Á húsinu voru tvennar veggsvalir. Árið 1988 var samþykkt að hækka ris, setja kvist á húsið og breyta gluggum. Þeim framkvæmdum lauk árið 1993.
Nánari upplýsingar veita:
Stefán Jóhann Stefánsson löggiltur fasteignasali í síma 659-2634 eða stefan@miklaborg.is
Þröstur Þórhallsson löggiltur fasteignasali í síma 897-0634 eða throstur@miklaborg.is