Lýsing
Miklaborg kynnir: Glæisleg íTækifæri til að tryggja sér íbúð í einu glæsilegasta fjölbýlishúsi höfuðborgarsvæðisins. Metnaðarfull hönnun á frábærum útsýnisstað í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið er staðsett örstutt frá verslun og þjónustu og í 10-15 mín. göngufæri frá miðbæ Reykjavíkur. Íbúðirnar í Vesturvin 3 eru til afhendingar okt/nóv 2025.
Nánari upplýsingar veitir Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma 8970634 eða throstur@miklaborg.is
Íbúð 604 er glæsileg íbúð á 6. hæð en þar er frábært útsýni. Íbúðarrýmið skiptist meðal annars í stóra og bjarta stofu með opnu eldhúsi sem er með eldunareyju . Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni og þar af hjónaherbergi með fataskáp. Baðherbergi og Þvottaherbergi eru á hæðinni. Íbúðinni fylgja tvennar svalir sem eru annars vegar 4,7 og 6,5 m2. Íbúðin er skráð 109,1 m2 með geymslu sem er 8 m2. Íbúðinni fylgir bílastæði í lokaðri bílgeymslu merkt B-12 og einnig sérgeymsla í sameign merkt 3-0048.
Íbúðin afhendist með hágæða ítölskum innréttingum. Innréttingarþema þessarar íbúðar er EIMUR. Vönduð tæki frá Miele og Siemens. Steinborðplötur og gólfsíðir gluggar. Allar íbúðir eru með gólfhita.
Nánar um verkefnið hér á heimasíðu þess HÉR.
Nánari upplýsingar veitir Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma 8970634 eða throstur@miklaborg.is