Lýsing
Húsið er skráð 238,0 m2 og er bílskúrinn 23,1 m2 samkvæmt HMS.
Nánari lýsing eignar:
Komið er inn á flíslagt anddyri með stórum fataskáp og innangengt í bílskúrinn úr því.
Til hægri inn af anddyri er rúmgott herbergi, gegnheilt plankaparket á gólfi.
Á neðri hæð er flísalagt baðherbergi með sturtu.
Stofa, borðstofa og eldhús eru í stóru alrými á neðri hæð og þaðan er útgengt út á stóra harðviðarverönd með skjólveggjum allan hringinn.
Eldhúsið er með nýlegri dökkri innréttingu, stórri eyju, rými fyrir tvöfaldan ísskáp og miklu vinnuplássi.
Stofan og borðstofa eru með gegnheilu plankaparket á gólfi og stórum gluggum sem gerir rýmið afar bjart og fallegt.
Inn af stofu er sjónvarpsstofa með flísum á gólfi.
Parketlagður stigi er upp á efri hæðina og eru geymsluskápar undir stiganum.
Hjónasvítan er stór og rúmgóð með flísalögðu baðherbergi með sturtu inn af ásamt rúmgóðu og miklu skápaplássi. Gegnheilt plankaparket á gólfum.
Barnaherbergin á efri hæðinni eru þrjú og eru öll með gegnheilu plankaparketi á gólfi, öll stór og rúmgóð.
Baðherbergi á efri hæð er flísalagt með hornbaðkari.
Útgengt er út á stórar svalir af ganginum.
Þvottahúsið er á efri hæðinni og er það afar rúmgott en þar hafa núverandi eigendur komið fyrir stórum fataskápum fyrir börnin og eru því engir fataskápar inni í barnaherbergjum.
Bílskúrinn er með fjarstýrðri hurðaropnun og er stór og rúmgóð geymsla í enda hans, en engu að síður er gott pláss fyrir bíl.
Bílastæðið er hellulagt og með snjóbræðslu og er snjóbræðsla að aðalinngangi.
Lóðin er vel gróin fallegum gróðri. Blóma- og trjábeð voru sett upp af skrúðgarðyrkjufræðingi og verður afar blómlegt og fallegt yfir sumartímann.
Hér er á ferðinni afar vel skipulagt og fallegt parhús með 4 barnaherbergjum auk hjónasvítu, þremur baðherbergjum, skjólsælum garði og á góðum stað í þessu fallega hverfi. Allar nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6020 eða með tölvupósti á póstfangið hallgrimur@trausti.is eða Kristján Baldursson hdl og löggiltur fasteignasali með tölvupósti á póstfangið kristjan@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.