Lýsing
Lýsing á húsi. Húsgerð: 350 fermetra stálgrindarhús á einni hæð, geymsluhúsnæði. Eingöngu eru notaðar byggingarvörur sem eru CE-merktar eða hafa hlotið sambærilega viðurkenningu samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum um mannvirkjagerð. Helstu mál. Lengd (utanmál): 23,45 m. Breidd (utanmál): 15,04 m. Minnsta breidd að innan í gólfhæð: 14,44 m. Minnsta lengd að innan í gólfhæð: 23,01 m. Vegghæð (utanmál): 4,21 m. Minnsta vegghæð að innan: 3,83 m. Mænishæð (utanmál): 7,02 m. Minnsta mænishæð að innan: 6,46 m. Þakhalli: 20°. Burðarvirki: Forsmíðuð galvaniseruð stálgrind. Klæðningar: Þakklæðning: Polyurethan (PIR) 80/125mm, skrúfað á galvaniseraða stálprófíla ásamt Flowlight polycarbon ofanljósi. Veggklæðning: Polyurethan (PIR) 60mm, skrúfað á galvaniseraða stálprófíla. Rennur: Zenit rennur, 127/100, RC4, galvaniserað með polyurethan húð. Hurðir og gluggar: 1 x keyrsluhurð: BxH 4,0 m x 4,0m. 2x gönguhurðir: Utanmál BxH 1.0m x 2.15m. 1x tvískiptur gluggi með opnanlegu fagi: Utanmál BxH 1.3m (0,65x0,65m) x 0,80m.
Kaupandi tekur sjálfur inn vatn og rafmagn. Eignin er seld á byggingarstigi 2(fokheld bygging)
Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit
Verð kr. 54.900.000,- Allar nánari upplýsingar veitir Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.