Lýsing
Rýmið er á 2.hæð á aðkomu horni hússins með gluggum á tvo vegu.
Húsnæðið skiptist í þrjú skrifstofu rými.
Komið er ínn í miðrýmið og eru glerhurðir þaðan inn í hin tvö rýmin.
Á hægri hönd er mjög rúmgóð skrifstofa með parketlögðu gólfi og glerhurð.
Til vinstri er stærsta skrifstofan með parketlögðu gólfi og gluggum á tvo vegu. Inn af þessu rými er skjalageymsla/ tölvuherbergi.
Kaffistofa með skápum, hillum, vaski og steinflísum á gólfi.
Snyrting með innréttingu og fjórum góðum fatskápum, steinflísar á gólfi.
Eignin er mjög björt og snyrtileg, nýlega tekin í gegn, innfelld lýsing í lofti og gólf efni eru náttúruflísar og parket.
Staðsetning er mjög góð og eru næg bílastæði á malbikuðu plani.Svæðið er lokað með hliði á næturnar.og um helgar.
Þetta er sérlega bjart og snyrtilegt húsnæði sem getur verðið til afhendingar við undirskrift leigusamnings.
Nánari upplýsingar veitir Sigþór Bragason, löggiltur fasteigna, fyrirtækja og skipasali, í síma 899 9787, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti á sb@gimli.is
Gimli fasteignasala leggur áherslu á traust, áreiðanleika og góða þjónustu.
Það er okkar trú að það skipti öllu máli í fasteignaviðskiptum að viðskiptavinurinn fái trausta og góða þjónustu. Við hjá Gimli höfum stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti í meira en fjóra áratugi. Hjá okkur starfa sérhæfðir og reyndir fasteignasalar sem sinna stórum sem smáum verkefnum af nákvæmni og þekkingu sem skilar árangri.
Hvar erum við?
Gimli Fasteignasala er staðsett á jarðhæð í Skipholti 35 í Reykjavík en einnig rekum við söluskrifstofu að Eyrarvegi 29. 2 hæð á Selfossi.
Við höfum opið frá 10-15 mánudaga til föstudaga. Sláðu á þráðinn eða líttu við hjá okkur í Skipholtinu næst þegar þú átt leið hjá. Við erum alltaf með heitt á könnunni.
Gimli gerir betur...