Upplýsingar
Byggt 2021
185,4 m²
4 herb.
3 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Þrastahólar 2 , 805 Selfoss, Grímsnes- og Grafningshreppi. Glæsilegt og nýlegt heilsárshús sem stendur á 10.209 fm eignarlóð. Einstakt útsýni og frábær aðstaða – Sjón er sögu ríkari.Birt stærð er 185,4 fm ásamt 15 fm útigeymslu, sem gerir heildarstærð eignarinnar rúmlega 200 fm. Húsið, bílskúrinn, sauna húsið og útigeymslan standa á staðsteyptum plötum. Eignin er vel skipulögð, með góðu útiplássi, og glæsilegu útsýni sem nær m.a. til Búrfells og Ingólfsfjalls. Hiti er í gólfi og er húsið er tengt hitaveitu kerfi veitna, sér einangraður skúr fyrir inntök og gjöful.
Bókið skoðun í síma 776-2150 eða alfred@eignamidlun.is
Nánari lýsing :
Tveir aðal inngangar eru að húsinu með góðum skápum, stór hellulögð bílaplön, næg bílastæði.
Stofan er inn af andyrri í opnu rými, arinn, góð lofthæð með útgengi út á verönd.
Eldhúsið er samliggjandi stofunni bjart, og opið rými með fallegu útsýni.
Hjónaherbergi I er rúmgott með með innbyggðum fatahillum og slá. Sérgangur með hurð skilur það frá öðrum rýmum og veitir aðgang að sérbaðherbergi og útgengi á pottasvæði.
Svefnherbergi II er rúmgott með fataskáp, innaf því er baðherbergi.
Svefnherbergi III er með innbyggðum fatahillum og slá.
Baðherbergin eru tvö og eru bæði er flísalögð í hólf og gólf með vandaðri innréttingu. Gluggi á baði er með opnanlegu fagi og einnig er "Walk-in" sturta.
Þvottahús er með þvottavél, þurrkara, skolvask ásamt góðu skápaplássi.
Gólfefni er parket og flísar.
Bílskúr/gestahús er með lökkuðu floti á gólfi, salerni og sérsmíðaðri koju. Lagnir eru til staðar fyrir bílskúrsvask.
Útisvæði : Heitur og kaldur pottur, útisturta. Sauna hús sem er tvískipt, slökunarrými með rúmi og vel byggð. Sauna með klæðningar og ofn frá Sauna.is
Útigeymsla er á steyptri plötu á milli hússins og bílskúrs. Er 15 fm og er á teikningu en er ekki inn í fermetratölu.
Glæsileg eign með um 400 fm af hellulögn og frábæru útisvæði. Svæðið er lokað með rafmagnshliði (símahlið).Búið er að leggja ljósleiðara að húsi en á eftir að tengja inni.
Stutt í Grímsborgir, Búrfell, Selfoss og aðrar náttúruperlur eins og Kerið og Gullfoss og Geysi. Um 50 mín akstur frá Reykjavík.
Nánari upplýsingar veita:
Alfreð Valencia aðstm. fasteignasala í síma: 776-2150 eða alfred@eignamidlun.is
Kjartan Hallgeirsson löggiltur fasteignasali í síma 824-9093 eða kjartan@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook