Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Þórarinn Halldór Óðinsson
Upplýsingar
svg
Byggt 2013
svg
241,1 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

Nes fasteignasala kynnir í einkasölu eignina:
Kvíaholt 31, 310 Borgarnes.


Um er að ræða stórglæsilegt og vandað 241 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr byggt 2013. Steyptur sólpallur er allt í kringum húsið. Húsið stendur hátt  á einstökum stað innst í botnlanga á klapparholti og er mjög fagurt útsýni til allra átta.

Húsið er byggt úr forsteyptum einingum og sömuleiðis er allir milliveggir í húsinu forsteyptir.
Húsið skiptist í anddyri, hol, gestasnyrtingu, stofa og eldhús mynda alrými, tvö svefnherbergi, sólstofu, baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Á efri hæðinni er 46,6 fm alrými með 360° útsýni. Öll gólf í íbúðinni eru flísalögð með gólfhita. Varmaskiptir er á neysluvatni. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar með vönduðum hætti.  Vönduð gluggatjöld fylgja frá Zeta Brautum. Næturlýsing er bæði innan húss og utan.

Húsið hefur lítið verið notað frá byggingu þess og því allt sem nýtt bæði að innan og utan.

Nánari lýsing
1. hæð:

Anddyri: Mjög rúmgóður fataskápur.
Gestasnyrting: Er inn af anddyri.  Spegill yfir vaski, flísar á veggjum og vegghengt salerni.
Hol: Þaðan er gengið upp flísalagðar tröppur á efri hæðina og í herbergi, baðherbergi og alrými og þvottahús. 
Svefnherbergi: Eru 2, mjög rúmgóð og bæði með fataskápum. 
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf með fallegri innréttingu . Vegghengt salerni, tvær handlaugar, speglaskápur og walk-in flísalagður sturtuklefi.  Gengt er úr baðherbergi í sólstofu. 
Sólstofa: Mikið útsýni og þaðan er gengt út á steypta verönd.  Einnig  innangengt um veglega rennihurð með frönskum gluggum í stofuna.
Stofur: Eru bjartar og rúmgóðar með miklu útsýni yfir Borgarfjörð. Úr borðstofunni er gengið út á steypta veröndina.
Eldhús: Vönduð og rúmgóð innrétting (eik). Eyja með skápum og borði til að matast við.  Bakarofn og örbylguofn í vegg og helluboð í borðplötu. 
Þvottahús: Er flísalagt í hólf og gólf með góðri innréttingu. Úr þvottahúsi er innangengt í bílskúrinn og einnig út á baklóðina. 
Stigi: Upp á efri hæð er flísalagður, handrið úr ryðfríu stáli og harðviður.

2. hæð:
Opið rými: Með útsýni til allra átta en þar mætti auðveldlega útbúa 2 svefnherbergi til viðbótar.

Bílskúrinn: Er 38,1 fm. Góðar innkeyrsludyr b 3,20 og h 2,40.  Gólf er laggt epoxy Gengt er úr bílskúrnum út á bílastæði. 
Umhverfi hússins er allt frágengið.  Bílaplan er malbikað og hellulögð stétt við útidýr.  Steypt stétt og verönd er með öðrum hliðum hússins. Lagt er fyrir heitum potti á veröndinni. Húsið stendur hátt og er lóðin mjög sérstök þar sem klappir og holtagrjót er í bland.

Hér er um að ræða mjög vandaða eign þar sem ekkert er til sparað við efnisval eða frágang. 

Eignin er laus til afhendingar við undirritun kaupsamnings.


Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.

Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.

img
Þórarinn Halldór Óðinsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Nes fasteignasala ehf
Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi

Nes fasteignasala ehf

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi
phone
img

Þórarinn Halldór Óðinsson

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi

Nes fasteignasala ehf

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi
phone

Þórarinn Halldór Óðinsson

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi