Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1948
143,2 m²
6 herb.
1 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Sérinngangur
Lýsing
Fasteignasalan Byggð 464-9955
Byggðavegur 91 - 201
Virkilega skemmtileg og vel skipulögð 6 herbergja efri sérhæð við Byggðaveg 91 í hjarta bæjarins. Stutt í ýmiskonar þjónustu ásamt Sundlaug Akureyrar.
Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu og borðstofu, baðherbergi, 4 svefnherbergi, í kjallara tvær sérgeymslur og sameiginlegt þvottahús.
Forstofa er með flísar á gólfi og opnu fatahengi.
Hol er rúmgott með parket á gólfi.
Eldhús er með parket á gólfi, góðri nýlegri innréttingu með stæði fyrir ísskáp, innbyggða uppþvottavél og bakaraofn. Góður tækjaskápur í horni við hlið niðurgöngu í kjallara.
Bakdyrainngangur er einnig aðgengilegur úr eldhúsi.
Borðstofa og stofa er með parket á gólfi. Bjart rými sem er opið á milli og með fallegar vængjahurðar að holi.
Svefnherbergi eru fjögur í núverandi skipulagi en það minnsta var áður geymsla. Öll eru þau með parket á gólfi og þrjú þeirra eru yfir 12 fermetrar og með fataskápum.
Baðherbergi er með flísar á gólfi og FIBO plötur á veggjum, sturtu með glerhurðum, upphengt salerni, handklæðaofn, skúffur undir vask og vélrænt útsog um viftu fyrir ofan glugga.
Tvær sérgeymslur í kjallara eru merktar með gulu á teikningu í myndasafni. Önnur um leið og er komið niður stigann og hin inn af sameiginlegu þvottahúsi.
Annað:
-Skipt um parket á stofu, eldhúsi og holi 2024
-Settar flísar á forstofu 2025
-Nýjar þakrennur ca. 2022
-Nýtt gler á baðherbergi og vifta boruð út fyrir ofan hann 2024
-Tengi fyrir rafhleðslustöð
-Ljósleiðari og hann einnig beintengdur í forstofuherbergi
-Rafmagnstafla endurnýjuð 2022
-Eftirsótt staðsetning á neðri brekku skammt frá allri helstu þjónustu
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
olafur@byggd.is
greta@byggd.is
bjorn@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
20. ágú. 2019
30.800.000 kr.
40.900.000 kr.
143.2 m²
285.615 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025