Lýsing
Íbuðin er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 252-6653, birt stærð 81.2 fm. Hún er fullbúin með gólfefnum, innbyggðri uppþvottavél og loftljósum. Gólfhiti er í öllum rýmum. Möguleiki er á að kaupa sér stæði í lokaðri bílageymslu á 3.000.000 kr. per stæði.
Nánari lýsing:
Anddyri: Með flísum á gólfi og fataskáp.
Eldhús: Hvít innrétting frá Axis, spanhelluborð og ofn frá AEG, eyjuháfur og innbyggð uppþvottavél. Góð vinnuaðstaða og parket á gólfi.
Stofa og borðstofa: Opið og bjart rými með gólfsíðum gluggum. Útgengt á svalir úr stofu. Parket á gólfi.
Svefnherbergi 1: Með fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi 2: Með fataskápum og parketi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Hvít innrétting, upphengt salerni og rúmgóð labb-inn sturta. Handklæðaofn og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Bílastæði: Möguleiki er á kaupum/leigu á sérmerktum bílastæði í lokaðri bílageymslu.
Sameign: Sérgeymsla, hjóla- og vagnageymsla.
Falleg og vel skipulögð íbúð með vönduðum innréttingum og lýsingu, sérinngangi frá svölum og möguleiki er á kaupum/leigu á sérmerktum bílastæði í lokaðri bílageymslu.
Um hverfið:
Hamranes er nýtt og vaxandi hverfi sunnan Skarðshlíðar og Valla í Hafnarfirði. Framkvæmdir hófust árið 2021 og eru íbúar þegar sestir að í hverfinu. Í skipulagi hverfisins er gert ráð fyrir grunnskóla, tveimur fjögurra deilda leikskólum og hjúkrunarheimili. Svæðið er frábærlega staðsett með tilliti til útivistar, m.a. við Ástjörn, Helgafell og Hvaleyrarvatn. Stutt er í íþróttasvæði Hauka á Ásvöllum.
Nánari upplýsingar veitir:
Mirabela Aurelia Blaga, löggiltur fasteignasali
Sími: 699 0911 · Netfang: mirabela@trausti.is
Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 699 0911 eða sendið okkur tölvupóst á mirabela@trausti.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.