Lýsing
Eigin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 162,1fm. og þar af er bílskúr 33,2fm.
Fasteignamat fyrir árið 2026 verður kr. 96.060.000
Nánari lýsing:
Forstofa með fatahengi og flísar á gólfi.
Hol mjög rúmgott með góðum fataskáp og teppi á gólfi.
Sólstofa með hurð og gluggum, flísar á gólfi.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi.
Skrifstofuherbergi með teppi á gólfi.
Eldhús með upprunalegri innréttingu og dúk á gólfi. Léttur veggur er á milli eldhús og brðstofu og býður upp á að hægt er að opna á milli eldhússins og borðstofu.
Stofa/borðstofa með teppi á gólfi. Auðvelt er að bæta við auka herbergi á kostnað stofunnar.
Baðherbergi með innangengri sturtu, gluggi, flísar á hluti veggja og flísar á gólfi.
Þvottahús er innan íbúðar með glugga og stein á gólfi. Við hliðina er geymsla og því hægt að opna á milli og breyta rýminu í herbergi.
Bílskúr upphitaður, heitt og kalt vatn, rafmagnshurðaropnari og opnanlegur gluggi.
Geymslur á jarðhæð fylgja eigninni með gluggum 20,5fm.
Köld geymsla undir útitröppum á jarðhæð 3fm. sem fylgir einnig eigninni.
Stutt í skóla, sundlaug og almenna þjónustu.
Eign sem vert er að skoða!
Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.