Lýsing
Miklaborg kynnir: Góða þriggja herbergja íbúð á fjórðu hæð í fjölbýli með lyftu við Skyggnisbraut 1 í Úlfarsárdal. Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi með þvottaaðstöðu, tvö svefnherbergi, eldhús, stofu, geymslu og bílastæði í bílaskjallara.
Bókaðu skoðun hjá Óskari Sæmann í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is
Skyggnisbraut 1 er 5 hæða fjölbýlishús með lyftu og bílakjallara.
Nánari lýsing
Komið er inn í forstofu með fataskápum. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta, sturtu, upphengdu salerni, innréttingu með vask og spegli, handklæða ofni, innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara. Stofa með góðum glugga til suðurs og útgengi út á svalir til suðurs. Barnaherbergi með fataskáp og glugga út í inngarð. Hjónaherbergi með stórum fataskáp og glugga til suðurs. Eldhús með ljósri innréttingu með dökkri borðplötu og dökkum efri skápum, með innbyggðri uppþvottavél og ísskáp, helluborði, viftu, ofni í vinnuhæð og glugga með fallegu útsýni yfir Úlfarsfell. Sér 6,9 fm geymsla er í kjallara sem og sameiginleg hjóla og vagnageymsla. Bílastæði er í bílakjallara og þar er kominn tengi punktur fyrir rafhleðslu og er auðvelt er að fá hleðslustöð fyrir rafbíl.
Góilfefni íbúðarinnar er parket nema á votrýmum þar sem eru flísar.
Nánari upplýsingar veitir :
Óskar Sæmann Axelsson
Löggiltur fasteignasali
sími 691-2312
osa@miklaborg.is