Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1980
44,3 m²
0 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Sérinngangur
Opið hús: 7. júlí 2025
kl. 17:00
til 18:00
Lýsing
Borg fasteignasala kynnir: Sumarhús í landi Meðalfells í Kjósahreppi. Bústaðurinn skiptist í stofu, eldhús, baðherbergi og tvö herbergi. Sumarbústaðurinn stendur á 2.000 fermetra ræktuðu leigulandi með fallegum trjágróðri. Á lóð er smáhýsi sem er notað sem leiksvæði fyrir börn, verkfærahús úr timbri sem þarfnast viðhalds og plastklætt gróðurhús. Staðsetning bústaðarins er vestan megin við Meðalfellsvatn. Bústaðurinn er byggður á stálbitum á steyptum sökklum. Víðáttumikils útsýnis nýtur úr bústaðnum til vesturs m.a. allt til Snæfellsjökuls.
Nánari lýsing:
Húsið stendur á 2.000 fermetragróinni og friðsælli lóð á fallegum stað milli Meðalfellsvatns og Bugðu. Þetta er staður þar sem auðvelt er að slaka á, njóta náttúrunnar og tengjast umhverfinu, í aðeins 40 mínútna fjarlægð frá borginni.
Bústaðurinn hefur verið mikið endurnýjaður á undanförnum árum. Pallurinn var endurbyggður árið 2018 og liggur hringinn í kringum húsið með góðu skjóli og möguleikum til að njóta sólar og útivistar frá morgni til kvölds. Flestir gluggar hafa verið endurnýjaðir en út um gluggana í stofunni má njóta víðáttumikils útsýnis sem teygir sig vestur yfir dalinn.
Bústaðurinn skiptist í rúmgóða stofu með stórum arni. Tvö svefnherbergi, baðherbergi, forstofa og eldhús með nýrri innréttingu og vönduðum Kitchenaid ísskáp. Geymsluloft er yfir hluta hússins.
Húsið er kynt með wifi tengdum ofnum og varmadælu. Kalt vatn kemur úr eigin brunni sem fylgir bústaðnum.
Bústaðurinn nýtist allt árið um kring og hefur verið mikið notaður yfir vetrartímann. Vegir að svæðinu eru ruddir reglulega og aðgengi er gott.
Nágrennið einkennist af rólegu og vinalegu samfélagi þar sem margir eiga fastar eignir og sumir búa jafnvel allt árið um kring. Hér ríkir nágrannatraust og hlýlegt andrúmsloft.
Fyrir veiðiáhugafólk er svæðið sérlega spennandi, Meðalfellsvatn sem í göngufæri frá bústaðnum, er vinsælt meðal stangveiðimanna og í næsta nágrenni renna tvær af þekktustu laxveiðiám landsins, Bugða og Laxá í Kjós. Þetta er því tilvalinn staður fyrir þá sem vilja sameina slökun í kyrrð náttúrunnar og aðgengi að frábærri veiði í einu og sama umvherfinu.
Á lóðinni er gróðurhús þar sem hægt er að rækta plöntur. Einnig er lítið smáhýsi sem hefur verið notað leiksvæði fyrir börn og geymsla á veturna. Auk þess er lítill tréskúr sem hefur verið nýttur sem geymsla en þarfnast viðhalds. Með bústaðnum fylgir einnig gamall árabátur, tilvalinn í rólega siglingu á vatninu.
Þessi bústaður hefur verið dýrmætur hluti af lífi eigenda í áratug og bíður nú eftir nýjum eiganda til þess að njóta alls þess sem Kjósin hefur upp á að bjóða: náttúru, ró, veiði, samfélag og stórkostlegt útsýni, allt árið um kring.
Bústaðurinn er allur klæddur að utan með láréttri timburklæðningu og allur panelklæddur að innan þ.e. loft og veggir og með furugólfborðum. Góð lofthæð er í stofu. Hitakútur er fyrir neysluvatn. Kalt vatn kemur úr einkabrunni með dælu.
Upplýsingar veitir Davíð Ólafsson fasteignasali ísíma 897-1533 eða david@fastborg.is
Nánari lýsing:
Húsið stendur á 2.000 fermetragróinni og friðsælli lóð á fallegum stað milli Meðalfellsvatns og Bugðu. Þetta er staður þar sem auðvelt er að slaka á, njóta náttúrunnar og tengjast umhverfinu, í aðeins 40 mínútna fjarlægð frá borginni.
Bústaðurinn hefur verið mikið endurnýjaður á undanförnum árum. Pallurinn var endurbyggður árið 2018 og liggur hringinn í kringum húsið með góðu skjóli og möguleikum til að njóta sólar og útivistar frá morgni til kvölds. Flestir gluggar hafa verið endurnýjaðir en út um gluggana í stofunni má njóta víðáttumikils útsýnis sem teygir sig vestur yfir dalinn.
Bústaðurinn skiptist í rúmgóða stofu með stórum arni. Tvö svefnherbergi, baðherbergi, forstofa og eldhús með nýrri innréttingu og vönduðum Kitchenaid ísskáp. Geymsluloft er yfir hluta hússins.
Húsið er kynt með wifi tengdum ofnum og varmadælu. Kalt vatn kemur úr eigin brunni sem fylgir bústaðnum.
Bústaðurinn nýtist allt árið um kring og hefur verið mikið notaður yfir vetrartímann. Vegir að svæðinu eru ruddir reglulega og aðgengi er gott.
Nágrennið einkennist af rólegu og vinalegu samfélagi þar sem margir eiga fastar eignir og sumir búa jafnvel allt árið um kring. Hér ríkir nágrannatraust og hlýlegt andrúmsloft.
Fyrir veiðiáhugafólk er svæðið sérlega spennandi, Meðalfellsvatn sem í göngufæri frá bústaðnum, er vinsælt meðal stangveiðimanna og í næsta nágrenni renna tvær af þekktustu laxveiðiám landsins, Bugða og Laxá í Kjós. Þetta er því tilvalinn staður fyrir þá sem vilja sameina slökun í kyrrð náttúrunnar og aðgengi að frábærri veiði í einu og sama umvherfinu.
Á lóðinni er gróðurhús þar sem hægt er að rækta plöntur. Einnig er lítið smáhýsi sem hefur verið notað leiksvæði fyrir börn og geymsla á veturna. Auk þess er lítill tréskúr sem hefur verið nýttur sem geymsla en þarfnast viðhalds. Með bústaðnum fylgir einnig gamall árabátur, tilvalinn í rólega siglingu á vatninu.
Þessi bústaður hefur verið dýrmætur hluti af lífi eigenda í áratug og bíður nú eftir nýjum eiganda til þess að njóta alls þess sem Kjósin hefur upp á að bjóða: náttúru, ró, veiði, samfélag og stórkostlegt útsýni, allt árið um kring.
Bústaðurinn er allur klæddur að utan með láréttri timburklæðningu og allur panelklæddur að innan þ.e. loft og veggir og með furugólfborðum. Góð lofthæð er í stofu. Hitakútur er fyrir neysluvatn. Kalt vatn kemur úr einkabrunni með dælu.
Upplýsingar veitir Davíð Ólafsson fasteignasali ísíma 897-1533 eða david@fastborg.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
24. maí. 2016
6.865.000 kr.
10.600.000 kr.
44.3 m²
239.278 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025