Lýsing
Bókið skoðun " HÉR "
Komið er inn á anddyri með flísum. Baðherbergi sem er nýlega endurnýjað, flísar á gólfi og veggjum að hluta, sturta sem gengið er inní. Komið inn í stórt opið parketlagt rými sem er eldhús, stofa og borðstofa. Eldhúsið er bjart með eikarinnréttingu og góðri borðaðstöðu, tengi fyrir uppþvottavél. Stór björt stofa og borðstofa með útgangi út á sólpall og þaðan niður í garðinn sem er í góðri rækt. Innaf eldhús er þvottahús með lökkuðu gólfi. Úr opna rýminu er gengið upp á efri hæðina. Þar er komið upp í sjónvarpshol með korki á gólfi. Rúmgott nýlega endurnýjað baðherbergi með flísum á gólfi og á veggjum að hluta, innrétting og sturta sem gengið er inní. Stórt hjónaherbergi með korki á gólfi og fataskápum, útgangur út á svalir með fallegu útsýni. Þrjú rúmgóð barnaherbergi með korki og fataskápum, úr einu herbergjanna er einnig gengið út á svalir. Korkurinn á gólfum efri hæðar er náttúrulegur. Gólfflötur efri hæðarinnar er töluvert stærri en skráðir fermetrar þar sem margir fermetrar eru undir súð.
Bílskúrinn er fullbúinn með stórri hurð og einnig gönguhurð garðsmeginn. Umhverfis húsið er góður sólpallur og falleg lóð í rækt.
Bókið einkaskoðun, sýnum daglega. Allar frekari upplýsingar veitir Anna Sigurðardóttir fasteignasali s. 898-2017 netfang as@heimili.is
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.