Lýsing
Mjög björt og sjarmerandi 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýlishúsi með 6 íbúðum á besta stað miðsvæðis í Reykavík. Húsið var sprunguviðgert og málað að utan fyrir fáeinum árum og þak- og niðurfallsrennur endurnýjaðar. Einnig hefur nýlega verið skipt um útidyrahurðir og dyrasími endurnýjaður. Gert hefur verið við austurglugga íbúðarinnar, parket verið pússað og lakkað og rafmagnstafla er nýleg. Eignin er skráð samkvæmt HMS samtals 52,1 fm og henni fylgja tvær sérgeymslur annarsvegar í risinu og hinsvegar í kjallaranum sem hvorug er skráð í birta fermetrastærð eignarinnar. Laus til afhendingar.
Nánari lýsing eignar: Komið er inn í forstofu / gang. Á hægri hönd við inngang er fatahengi með efri skáp. Baðherbergi með baðkari, flísum á gólfi og við baðkar, neðri skápur undir vaski, upphengt salerni og gluggi. Tengi fyrir þvottavél á baðherbergi og góður skápur fyrir ofan hana; einnig er sameiginlegt þvottahús í risinu. Eldhúsið er með snyrtilegri innréttingu, borðkrók og glugga. Björt parketlögð stofa. Innaf stofunni er rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi. Gólfefni íbúðar: parket á gólfum fyrir utan baðherbergi en þar eru flísar.
Hér er um að ræða notalega íbúð á besta stað miðsvæðis í höfuðborginni. Stutt er í flesta þjónustu sem og í góðar almenningssamgöngur.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Freyja Rúnarsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 694 4112 eða freyja@landmark.is
Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram
Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat