Lýsing
Miklaborg og Jón Rafn kynna fallegt og reisulegt einbýli í grónum og rólegum hluta Stekkjanna. Tvær aukaíbúðir með sérinngangi og löglegri lofthæð, báðar í útleigu með góðum tekjum sem geta staðið undir greiðslu 80% láns til 25 ára og jafnvel árlegra fasteignagjalda. Húsið hefur verið endurnýjað á undanförnum árum — m.a. nýtt eldhús, gestasnyrting og sér þvottahús. Öll efri hæðin og hluti neðri hæðar hafa fengið nýjar hurðar.
Upphituð innkeyrsla með steyptu mynstri, tvöfaldur bílskúr, stór suðvestur pallur og fallegur gróður sem veitir skjól ásamt því að ramma inn þennan sælureit. Samkvæmt HMS er húsið skráð 293,4 fm að viðbættum 49 fm bílskúr, samtals 342,4 fm — auk þess eru u.þ.b. 49 fm óskráður kjallari undir bílskúrnum og geymsla ca. 12 fm geymsla við baklóð. Samtals eru nýtanlegir fermetrar því yfir 400 fm.
Stór og fjölskylduvænn valkostur fyrir þá sem vilja nýta tekjumöguleika og búa vel. Eignir af þessu tagi sjást sjaldan á markaði.
Pantaðu einkaskoðun hjá Jóni Rafn fasteignasala í síma 695-5520
Nánari lýsing: Efri hæð, aðalíbúð:
Forstofa: Flísalögð, rúmgóð með fataskáp með rennihurð. Rúmgott rými.
Snyrting: Við forstofu/anddyri. Endurnýjað fyrir rúmlega 10 árum með vönduðum blöndunartækjum og fallegum flísum.
Stofa: Þrískipt stofa með harðparket á gólfum. Borðstofa til hliðar við eldhús þaðan sem útgengt er á svalir. Mjög rúmgóð setstofa með fallegum arni og sjónvarpsstofa sem mætti breyta í auka svefnherbergi ef áhugi væri á því.
Eldhús: Nýlega endurnýjað með fallegri IKEA innréttingu með stein í borði og góðum tækjum m.a. háfi yfir helluborði, ofn og örbylgjuofn. Sérlega vel staðsett með auðveldum aðgangi að borðstofu og greiður aðgangur frá anddyri. Vel hannaður borðkrókur við innréttingu. Fallegar flísar á gólfi. Útsýni frá eldhúsi er gott og gefur góða birtu.
Svefnherbergi: Þrjú herbergi við herbergjahol. Öll mjög rúmgóð þar af hjónaherbergi með stórum fataskáp. Í enda herbergjagangs er útgengt út á pall sem leiðir að bílskúr.
Þvottahús: Vel hannað með nægu skápaplássi, skolvask og með góðri loftræstingu. Fallegir steindir gluggar gefa mikin svip.
Baðherbergi: Baðkar og sturta. Flísalagt í hólf og gólf. Opnanlegt fag á glugga. Skápainnrétting undir vaski og speglaskápur fyrir ofan.
Tvær aukaíbúðir eru á neðri hæð húss. Önnur þeirra tveggja herbergja og mikið endurnýjuð. Rúmgóð stofa, flísalagt eldhús, baðherbergi með sturtuklefa ásamt tengi fyrir þvottavél. Stórt svefnherbergi. Hin íbúðin er þriggja herbergja með flísalögðu anddyri þar sem er innfelldur fataskápur, góð stofa með parket á gólfi. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Baðherbergi með nýlegum sturtuklefa. Eldhús með flísalögðu gólfi og með fínni innréttingu, stæði fyrir uppþvottavél og ísskáp. Stöðugar leigutekjur og seljendur gefa leigutökum góð meðmæli.
Bílskúr er 49 fm að stærð og með tveimur innkeyrsludyrum. Undir bílskúr er jafnstórt rými sem er í óskráðum fermetrum þannig að í raun er gólfflötur fasteignarinnar rúmir 380 fm. Baka til er einnig áhaldaskúr ca. 12 fm sem einnig eru til viðbótar við skráða fermetra.
Að sögn seljanda var þakjárn og þakpappi endurnýjaður fyrir 5 árum síðan einnig var árið 2006 vatnsklæðning þakskeggs ásamt þakrennum og niðurfallsrörum endurjað. Regnvatnsbrunnur og skolpbrunnur í lóð voru endurnýjaðir árið 2015 og tveimur árum síðar var lögð sér skolplögn fyrir minni aukaíbúðina að brunni í lóð. Allir ofnar og ofnakranar í húsinu hafa verið endurnýjaðir á síðustu 5 árum. Allar hurðir og karmar efri hæðar og hluta neðri hæðar hafa verið endurnýjaðir.
Glæsilegur pallur er við húsið að framanverðu sem snýr í suður. Lagt hefur verið fyrir heitum/köldum potti ásamt frárennslislögnum. Glæsileg stimpilsteypt heimreið með hita undir.
Vel staðsett fjölskylduheimili stutt frá allri helstu þjónustu og með auðveldu aðgengi að stofnbrautum.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali hjá Miklaborg fasteignasölu í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is