Upplýsingar
Byggt 2005
88,1 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Sérinngangur
Lýsing
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:
Sumarhúsið "Bláhornið" með kamínu, sauna, heitum potti, vinnustofu og gróðurhúsi á útsýnislóð í landi Eyrar í Svínadal.
Um er að ræða 88,1 fm sumarhús með tveimur svefnherbergjum, stóru alrými (eldhús, stofur og borðstofu), góðu baðherbergi, þvottahúsi ásamt 95 fm verönd með rafmagnspotti.
Til viðbótar eru þrjú lítil óskráð hús, saunahús, gestahús/vinnustofa og gróðurhús.
Húsið er kynnt með rafmagni, varmadælu, kamínu og hitakút fyrir neysluvatn.
Húsið stendur á 5.820 fm leigulóð úr landi Eyrar og er nýlegur 25 ára leigusamningur sem hófst 2022.
Húsið er fullbúið en skráð í dag skv. fasteignaskráningu 57,3 fm, tilbúið til innréttinga, tekið í notkun.
Verið er að klára skila öllum teikningum inn og skilast það fyrir afsal með lokaúttekt frá byggingarfulltrúa og búið að senda skráningar til uppfærslu hjá þjóðskrá.
Húsið stendur á forsteyptum kubbum á púða, eldra hús, söluskáli sem var fluttur frá Blesugróf í Reykjavík og fékk nýtt líf sem sumarhús. Búið er að byggja við húsið og bæta ásamt því að setja upp góða verönd, saunahús, gestahús/vinnustofau og gróðurhús.
Allt rafmagn, pipulagnir ásamt einangrun, klæðningum, gluggum og hurðum o.þ.h. var endurnýjað og bætt viðbyggingum við husið ásamt stórri verönd.
Mest allt innbú fylgir með, kjósi kaupandi að þiggja það, utan persónulegra muna.
Nánari lýsing:
Gengið er inn í rúmgóða forstofu með góðum fataskápum, skúffum og fatahengi, vínilparketi á gólfi með rafmagnshitamottu undir. Inn af forstofunni er rúmgott þvottahús með vinnuborði og vaski, handklæðaofni, frystiskáp, vínilparket á gólfi. Gengið er svo áfram inn í húsið og er þar baðherbergi: vaskur með innréttingu, sturtuklefa, handklæðaofni og skápum. Hitakútur er staðsettur þar inni, vínilparket á gólfi. Komið er næst inn í sjónvarpsholið, þar er góður hornsófi, skenkur með miklu geymslurými. Sjónvarp og stór útsýnisgluggi þar fyrir ofan, útsýni til vesturs. Borðstofuborð skilur að sjónvarpshol og eldhús, stækkanlegt borð fyrir 12 manns í sætum. Eldhúsið sjálft er mjög rúmgott, U innrétting með miklu vinnuplássi. Nýleg, vönduð og stór Smeg spaneldavél ásamt tvöföldum ísskáp með vatns- og klakavél. Auka bakaraofn er í vinnuhæð og lítil eyja á hjólum með auka vinnurými, mjög auðvelt að færa til og auka þannig notkunarmöguleika rýmisins. Úr eldhúsi er gengið niður í annað stofurými/skála þar sem er svefnsófi ásamt setusvæði við kamínu, margir gluggar sem veita góða birtu og er útgengt á verönd úr þessu rými. Út af verönd til austurs er saunahúsið með viðarkyntum ofni. Mót suðvestri í skjólgóðu horni er 6 manna rafmagnspottur og til hliðar við hann er fiskikar sem eigendur nota sem kaldan pott, einnig köld útisturta. Spölkorn frá húsinu er svo gróðurhús/geymsla. Einnig er búið að koma nýlega fyrir aukahúsi við bílastæðið þar sem núverandi eigendur hafa komið sér upp skrifstofu/vinnurými en auðvelt er að nýta það hús á fleiri vegu, t.d. sem gestahús. Einnig er auðvelt að færa húsið til með kranabíl, kjósi nýir eigendur að staðsetja það á öðrum stað.
Einnig hafa núverandi eigendur látið jarðvegsskipta og þjappa 60-80 fm. púða á efra bílaplani.
Eign með mikla möguleika og aðeins um 45 min akstur frá Mosfellsbæ. Svæðið er með lokuðu símahliði svo óþarfa umferð er ekki til að trufla friðinn.
Helstu rekstrartölur:
Lóðarleiga 2025, árgjald = 205.047 kr.
Félags og framkv.gjald svæðisins, árgjald = 52.400 kr.
Rafmagn og flutningur þess, ca. mán = 40.000 kr.
Fasteignagjöld, árgjald, ca. 153. kr.360 kr.
Upplýsingar gefur:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Sumarhúsið "Bláhornið" með kamínu, sauna, heitum potti, vinnustofu og gróðurhúsi á útsýnislóð í landi Eyrar í Svínadal.
Um er að ræða 88,1 fm sumarhús með tveimur svefnherbergjum, stóru alrými (eldhús, stofur og borðstofu), góðu baðherbergi, þvottahúsi ásamt 95 fm verönd með rafmagnspotti.
Til viðbótar eru þrjú lítil óskráð hús, saunahús, gestahús/vinnustofa og gróðurhús.
Húsið er kynnt með rafmagni, varmadælu, kamínu og hitakút fyrir neysluvatn.
Húsið stendur á 5.820 fm leigulóð úr landi Eyrar og er nýlegur 25 ára leigusamningur sem hófst 2022.
Húsið er fullbúið en skráð í dag skv. fasteignaskráningu 57,3 fm, tilbúið til innréttinga, tekið í notkun.
Verið er að klára skila öllum teikningum inn og skilast það fyrir afsal með lokaúttekt frá byggingarfulltrúa og búið að senda skráningar til uppfærslu hjá þjóðskrá.
Húsið stendur á forsteyptum kubbum á púða, eldra hús, söluskáli sem var fluttur frá Blesugróf í Reykjavík og fékk nýtt líf sem sumarhús. Búið er að byggja við húsið og bæta ásamt því að setja upp góða verönd, saunahús, gestahús/vinnustofau og gróðurhús.
Allt rafmagn, pipulagnir ásamt einangrun, klæðningum, gluggum og hurðum o.þ.h. var endurnýjað og bætt viðbyggingum við husið ásamt stórri verönd.
Mest allt innbú fylgir með, kjósi kaupandi að þiggja það, utan persónulegra muna.
Nánari lýsing:
Gengið er inn í rúmgóða forstofu með góðum fataskápum, skúffum og fatahengi, vínilparketi á gólfi með rafmagnshitamottu undir. Inn af forstofunni er rúmgott þvottahús með vinnuborði og vaski, handklæðaofni, frystiskáp, vínilparket á gólfi. Gengið er svo áfram inn í húsið og er þar baðherbergi: vaskur með innréttingu, sturtuklefa, handklæðaofni og skápum. Hitakútur er staðsettur þar inni, vínilparket á gólfi. Komið er næst inn í sjónvarpsholið, þar er góður hornsófi, skenkur með miklu geymslurými. Sjónvarp og stór útsýnisgluggi þar fyrir ofan, útsýni til vesturs. Borðstofuborð skilur að sjónvarpshol og eldhús, stækkanlegt borð fyrir 12 manns í sætum. Eldhúsið sjálft er mjög rúmgott, U innrétting með miklu vinnuplássi. Nýleg, vönduð og stór Smeg spaneldavél ásamt tvöföldum ísskáp með vatns- og klakavél. Auka bakaraofn er í vinnuhæð og lítil eyja á hjólum með auka vinnurými, mjög auðvelt að færa til og auka þannig notkunarmöguleika rýmisins. Úr eldhúsi er gengið niður í annað stofurými/skála þar sem er svefnsófi ásamt setusvæði við kamínu, margir gluggar sem veita góða birtu og er útgengt á verönd úr þessu rými. Út af verönd til austurs er saunahúsið með viðarkyntum ofni. Mót suðvestri í skjólgóðu horni er 6 manna rafmagnspottur og til hliðar við hann er fiskikar sem eigendur nota sem kaldan pott, einnig köld útisturta. Spölkorn frá húsinu er svo gróðurhús/geymsla. Einnig er búið að koma nýlega fyrir aukahúsi við bílastæðið þar sem núverandi eigendur hafa komið sér upp skrifstofu/vinnurými en auðvelt er að nýta það hús á fleiri vegu, t.d. sem gestahús. Einnig er auðvelt að færa húsið til með kranabíl, kjósi nýir eigendur að staðsetja það á öðrum stað.
Einnig hafa núverandi eigendur látið jarðvegsskipta og þjappa 60-80 fm. púða á efra bílaplani.
Eign með mikla möguleika og aðeins um 45 min akstur frá Mosfellsbæ. Svæðið er með lokuðu símahliði svo óþarfa umferð er ekki til að trufla friðinn.
Helstu rekstrartölur:
Lóðarleiga 2025, árgjald = 205.047 kr.
Félags og framkv.gjald svæðisins, árgjald = 52.400 kr.
Rafmagn og flutningur þess, ca. mán = 40.000 kr.
Fasteignagjöld, árgjald, ca. 153. kr.360 kr.
Upplýsingar gefur:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.