Opið hús: Álakvísl 57, 110 Reykjavík. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 9. júlí 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sigríður Lind Eyglóardóttir fasteignasali. sigridur.lind@heimili.is / 8994703.
Nánari lýsing neðri hæð:
Forstofa: Fatahengi, flotað gólf.
Gestasnyrting: Nett innrétting undir handlaug, upphengt salerni, flotað gólf.
Eldhús: Ágæt hvít innrétting, gott skápapláss. Eldavél. Tengi fyrir uppþvottavél. Góður borðkrókur. Flotað gólf.
Stofa og borðstofa: Stórt og bjart rými. Útgengt á svalir sem snúa til vesturs. Flotað gólf.
Nánari lýsing efri hæð:
Hjónaherbergi: Rúmgott, undir súð að hluta. Þakgluggi. Gólfdúkur.
Svefnherbergi I: Rúmgott, undir súð að hluta. Þakgluggi. Góldúkur.
Svefnherbergi II: Rúmgott, undir súð að hluta. Þakgluggi. Fataskápar. Gólfdúkur.
Baðherbergi: Baðkar með sturtuaðstöðu, tengi fyrir þvottavél. Nett snyrtileg skúffueining undir handlaug. Upphengt salerni. Þakgluggi. Flísar á gólfi.
Hol: Gott skápaplás. Gólfdúkur. Aðgengi að rislofti.
Risloft: Er yfir efri hæð og er nýtt í dag sem geymslurými. Loftið er klætt og á gólfi plastparket. Tveir opnanlegir þakgluggar. Margar sambærilegar eignir í kring hafa breytt því í herbergi.
Íbúðinni fylgir sérmerkt bílastæði. Í sameign er hjóla- og vagngeymsla.
Framkvæmdir:
2020: Svalir endurbyggðar. Hús og gluggar málað. Viðgerð á tröppum.
Um er að ræða vel skipulagða eign í fjölskylduvænu hverfi þar sem grunnskóli og leikskólar eru í göngufæri ásamt fjölmörgum gönguleiðum í Elliðaárdalnum. Staðsetning liggur vel við almenningssamgöngum. Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sigríður Lind Eyglóardóttir löggiltur fasteignasali sigridur.lind@heimili.is / 8994703.
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.