Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Borga Harðardóttir
Þyrí Guðjónsdóttir
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1950
svg
427 m²
svg
14 herb.
svg
14 baðherb.
svg
14 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Valborg fasteignasala kynnir: Til sölu glæsilegt gistiheimili í fullum rekstri á Skagaströnd. Bæði fasteignin og reksturinn með viðskiptavild eru til sölu, einnig allt sem fylgir og fylgja ber s.s. þeir lausafjármunir sem eru til  staðar við sýningu Húsið er steinhús og stendur nyrst í bænum í fallegu náttúruumhverfi við fólksvanginn Spákonufellshöfða,með útsýni út á sjóinn. Húsið var tekið til gagngerra endurbóta árið 2017. 
Segja má að Skagaströnd sé falin perla með ósnertri náttúru og mikla framtíðarmöguleika í ferðaþjónustu.


Rekstur- Salthúsið:
Salthús Gistiheimili er tveggja hæða hús með fjórtán stórum, vel útbúnum og smekklegum herbergum, sem geta hýst allt að 36 gesti. Á hvorri hæð eru sjö herbergi með sér baðherbergi með sturtu, salerni og vaski. Jafnframt er fullbúið sameiginlegt eldhús á báðum hæðum með borð- og setustofu, ásamt þvottaaðstöðu til afnota fyrir gesti.
Á efri hæðinni eru öll herbergin tveggja manna, með einu tvíbreiðu rúmi. Fjögur herbergi snúa í suður með útsýni yfir Húnaflóa og höfnina, áleiðis að miðbænum á Skagaströnd og þrjú þeirra snúa í norður með útsýni yfir Spákkonufellshöfða og til fjallanna á Skaganum.

Á jarðhæðinni eru fjögur fjölskylduherbergi, með útsýni til suðurs yfir Húnaflóann. Þau herbergi geta hýst allt að fjóra gesti og eru útbúin með einu tvíbreiðu rúmi og svefnsófa. Þrjú herbergi snúa í norður og eru þau öll útbúin með tveimur aðskildum einstaklingsrúmum. Tvö þeirra herbergja eru ætluð fyrir hreyfihamlaða einstaklinga og eru með aðgengi fyrir alla. Útgegnt er úr öllum herbergjum á neðri hæð, og er pallur þar fyrir utan.
Salthús gistiheimili er í öflugum rekstri með góð sambönd við íslenskar og erlendar ferðaskrifstofur og er með öll tilskilin leyfi til rekstrar. Möguleiki er á að auka tekjur með hliðargreinum.

Stutt er í náttúruperlur svo sem gönguleið um Spákonufellshöfðann, stuðlaberg í Kálfshamarsvík og Spákonufellið sjálft.
Öll helsta þjónusta er í göngufæri m.a.sundlaug, kjörbúð, veitingastaður bensínstöð, íþróttamiðstöð, banki ásamt Spákonuhofi og kajakleigu.
Einnig er golfvöllur Skagastrandar rétt norðan við bæinn.

Helstu fjarlægðir frá Salthúsi:
Spákonufellshöfði 50 m
Sundlaug 150 m
Veitingastaðurinn Harbour 200 m
Hólanes Restaurant & Bar 1 km
Golfvöllur Skagastrandar 4 km
Golfvöllur Blöndóss 20 km
Blöndós 24 km
Sauðárkrókur 54 km
Skíðasvæði Tindastóls 46 km

Fasteignin - Salthólar
Fasteignin er rekin í sér félagi Salthólar ehf. Salthús gistiheimili leigir fasteignina af Salthólum.
Salthús gistiheimili stendur við Einbúastíg 3 á Skagaströnd með fasteignanúmer F213-9136.
Húsið sem hýsir Salthús gistiheimili er 427 fm á tveimur hæðum, hver hæð er 213,5 fm. Það var upphaflega byggð árið 1950, en var endurbyggt árið 2017 og breytt í gistiheimili. Herbergin eru fremur stór eða frá 17-21 fermetrar hvert herbergi. Húsið var tekið í notkun árið 2018.
 
Endubætur á húsinu.
·         Fyrirtækið Tveir smiðir ehf. á Hvammstanga sáu um breytingar og endurgerð á Salthúsinu.
·         Skipt var um þak á húsinu og því lyft.
·         Allar útihurðir og gluggar á neðri hæð voru smíðaðar af Tveimur smiðum ehf. og skipt var um gler í öllum gluggum á
          efri hæðinni.
·         Miðstýrt loftræsti og brunakerfi var sett í öll rými og er beintengt við Öryggismiðstöðina.
·         Allt rafmagn, heitt og kalt vatn, skólp, frárennslislagnir og dren var lagt frá grunni.
·         Steypt var nýtt gólf í neðri hæð hússins, ásamt undirstöðum undir útitröppur og skjólvegg við aðalinnganga.
·         Gólfhiti og harðparket er í öllu húsinu og flísar á baði.
·         Allir milliveggir og innihurðir voru sett upp og passað var sérstaklega að gæta að hljóðvist milli herbergja.
·         Smíðaðar voru nýjar útitröppur milli hæða við austurenda hússins ásamt svölum við vesturendann, sem gegna
          hlutverki neyðarútgangs af efri hæð.  
·         Bílastæði við gistiheimilið eru malbikuð og gangstétt og stæði fyrir hreyfihamlaða hellulagt.

Salthúsið á höfðanum hefur því verið endurnýjað að öllu leyti nema útveggir og gluggakarmar á efri hæð.
Nánari upplýsingar veitir:
Maria Guðrún Sigurðardóttir viðsk.fræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 8201780, tölvupóstur maria@valborgfs.is

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Valborg fasteignasala

Valborg fasteignasala

Nóatún 17, 105 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
11. des. 2019
32.240.000 kr.
58.000.000 kr.
427 m²
135.831 kr.
12. apr. 2016
7.070.000 kr.
3.500.000 kr.
427 m²
8.197 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Valborg fasteignasala

Valborg fasteignasala

Nóatún 17, 105 Reykjavík
phone