Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Snorri Sigurfinnsson
Loftur Erlingsson
Halldóra Kristín Ágústsdóttir
Steindór Guðmundsson
Vista
raðhús

Bugðugerði 6A

804 Selfoss

48.900.000 kr.

579.384 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2512563

Fasteignamat

56.450.000 kr.

Brunabótamat

0 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2024
svg
84,4 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Sérinngangur

Lýsing

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s. 896 9565 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu:
Nýtt fullbúið og vandað þriggja herbergja, 84,4fm endaraðhús í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 
Forstofa er flísalögð og gott forstofu herbergi á hægri hönd með fataskáp.  Dyr úr forstofu inn í íbúðina. 
Þar til vinstri rúmgótt hjónaherbergi með stórum fataskápum og geymsla við hlið þess. 
Baðherbergið á hægri hönd með flísalögðu gólfi og veggjum sturtu. Upphengt klósett, handlaug á skáp og speglaskápur yfir henni, og gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara.
Opið og bjart sameiginlegt rými stofu og eldhúss með hurð út í garð og þar hugsað fyrir lögnum fyrir heitan pott.
Eldhúsinnréttingin frá IKEA, grá að lit, vönduð eldunartæki frá Electrolux, gott vinnu- og skápapláss.  
Harðparket á öllum gólfum nema votrýmum, flísar þar. 
Lóðin verður grófjöfnuð og perlumöl í bílaplani. 
Íbúðin afhendist með lokaúttekt. 
Í Árnesi er grunnskóli sveitarfélagsins og félagsheimilið Árnes, Neslaug, kjötvinnsla Korngríss og N1 bensínstöð með nauðsynjaverslun og góðu grilli. 
Þá er veglegt íþróttahús í byggingu.
Stutt er í Þjórsárdalinn með öllum hans náttúruperlum, og 30mín akstur á Selfoss hvar finna má alla helstu þjónustu. 

--BÓKIÐ EINKASKOÐUN--

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar og sýnir eignina.
S. 896 9565    loftur@husfasteign.is
 
- Pantaðu einkaskoðun núna. - 
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup)  lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr.2.700.- af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
5. Skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati sem lagt verður á strax eftir lokaúttekt. 
 
Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

 

img
Loftur Erlingsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
HÚS fasteignasala
Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum
HÚS fasteignasala

HÚS fasteignasala

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum
img

Loftur Erlingsson

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum
HÚS fasteignasala

HÚS fasteignasala

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum

Loftur Erlingsson

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum