Lýsing
Virkilega fallegt og vandað, nýlegt 100,2 fm endaraðhús í þessu vinsæla hverfi á Selfossi. 3 rúmgóð svefnherbergi. Hiti í gólfum og hljóðvistardúkur í lofti ásamt innfelldum ljósum. Afgirt, þökulögð lóð og góður 15 fm geymsluskúr. Hellulögð innkeyrsla með snjóbræðslu í fyrir 3 bíla ásamt hleðslustöð. Húsið er byggt úr timbri og klætt með viðhaldsléttri klæðningu. Gluggar eru ál/tré frá Byko. Steypt, þriggja tunnu ruslatunnuskýli við innkeyrslu.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa með fataskáp með innbyggðri lýsingu, flísar á gólfi.
Stofa og eldhús er í opnu alrými með útgengt í afgirtan garð í suður þar sem gert er ráð fyrir verönd, frostfrítt þar sem gert er ráð fyrir verönd.
Eldhús með hvítri innréttingu, innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, tengi fyrir uppþvottavél og bakaraofn í vinnuhæð.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataskápum með innbyggðri lýsingu og parket á gólfi.
Tvö rúmgóð svefnherbergi eru sitthvorum megin við forstofu með fataskápum með innbyggðri lýsingu, parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt með walk in sturtu með dökku gleri, handklæðaofn og upphengt salerni.
Þvottahús með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara, skolvaskur, gott skápapláss og flísar á gólfi.
Garðurinn er alveg afgirtur með hárri, fallegri girðingu og er búið að byggja 15 fm geymsluskúr í garði sem verður klæddur með hvítu bárujárni í stíl við húsið.
Nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat