Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Guðmundur Th Jónsson
Elín D. Guðmundsdóttir
Sigríður Kjartansdóttir
Vista
svg

53

svg

50  Skoðendur

svg

Skráð  8. júl. 2025

fjölbýlishús

Þórunnarstræti 106B

600 Akureyri

44.900.000 kr.

649.783 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2532499

Fasteignamat

31.000.000 kr.

Brunabótamat

35.500.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1948
svg
69,1 m²
svg
2 herb.
svg
1 baðherb.
svg
1 svefnh.
svg
Sérinngangur

Lýsing

Fasteignamarkaðurinn ehf., s. 570-4500 kynnir til sölu 69,1 fermetra 2ja - 3ja herbergja íbúð á jarðhæð hússins nr. 106B við Þórunnarstræti á Akureyri.  Þrjár íbúðir eru til sölu í húsinu.
Eignin er vel staðsett í göngufæri við miðbæinn og stutt er í sundlaug Akureyrar.


Lýsing eignar:
Íbúðin skiptist í forstofu, eitt svefnherbergi, eldhús/borðstofu og stofu og baðherbergi.
Forstofa, flísar á gólfi.
Gangur, flísar á gólfi.
Eldhús/borðstofa, í rúmgóðu rými. Hvít falleg innrétting er í eldhúsi með flísum á milli skápa. Parket á gólfi. Útgengi er úr borðstofu á ný steyptar afmarkaðar svalir.
Stór rými eru innaf eldhúsi sem hægt er að nýta sem stofu eða auka herbergi, 16,3 fermetrar skráð sem geymsla.
Svefnherbergi, með skáp. Parket á gólfi.
Baðherbergi, með lítilli innréttingu og sturtu. Flísar eru á gólfi og rakaþolnar plötur á veggjum. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi.


Húsið hefur verið endurnýjað að miklu leyti á síðustu árum:
  • Nýjar inntakslagnir fyrir heitt og kalt vatn.
  • Nýr brunnur í lóð og frárennslislagnir í lóð eru nýjar
  • Nýr ljósleiðari
  • Inntaksrör hafa verið lögð í bílskúr
  • Húsið var málað að utan og innan árið 2024
  • Þakrennur og niðurfallsrör yfirfarin og endurnýjuð árið 2024
  • Þakjárn var endurnýjað fyrir nokkrum árum og er í lagi
  • Raflagnir og vatnslagnir hafa verið endurnýjaðar að hluta
  • Ný rafmagnstafla fyrir allar íbúðir + fyrir allt húsið (í sameign)
  • Ný inntaksgrind fyrir vatn
  • Ný hitalögn í bílaplani
  • Búið er að jarðvegsskipta allt í kringum húsið og drena
  • Nýsteypt bílaplan og nýsteyptar gangstéttar
  • Nýjar svalir á efri hæð + ný handrið á efri og neðri svölum

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Forsendur söluyfirlits:

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignamarkaðurinn ehf. fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
 

Fasteignamarkaðurinn

Fasteignamarkaðurinn

Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík
phone
Fasteignamarkaðurinn

Fasteignamarkaðurinn

Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík
phone