Lýsing
Vido af eigninni: https://vimeo.com/1008742672
Nánari lýsing:
Þrjár góðar þriggja herbergja íbúðir og eru þær allar með sér inngangi. Einnig er bílskúr á lóðinni og eru allar lagnir lagðar í hann og möguleiki að bæta við lítilli stúdioíbúð í hann. Sér bílastæði er einnig framan við bílskúrinn.
Íbúð 1 er 74,8 fm þriggja herbergja á jarðhæð með útgengi út í garð. Sér inngangur.
Íbúð 2 er 73,4 fm þriggjaherbergja á miðhæð ásamt 21 fm bílskúr og suður svölum.Sér inngangur.
Íbúð 3 er 54,7 fm þriggjaherbegja risíbúð með suður svölum ( nýtanlegur gólfflötur er ca 18 fm til viðbótar skráðri stærð). Sér inngangur.
Húsið var allt endurbyggt og stækkað frá upprunalegu húsi. Skipt um flesta burðarbita, eignin einangruð og gipsklædd að innan og bárujárns klæðing að utan á tveimur efri hæðum.
Gluggar og hurðir eru nýtt. Lagnakerfi er endurnýjað. Frárennslislagnir endurnýjað. Allar innréttingar, eldhús og baðherbergin eru ný, Siemens tæki í elhúsi, nema ísskápur í risíbúðinni er frá AEG..Ný gólfefni á öllu. Íbúðirnar ný klæddar og málaðar að innan. Svalir eru út frá tveimur íbúðum og verönd frá jarðhæðinni.
Lóðin er afgirt og snyrtilega frágengin með möl og hellulagningu.
Þetta er sérlega falleg og vönduð eign sem er nýbygging að stórum hluta og rest endurnýjuð nánast eins og um nýbyggingu sé að ræða. Eign á frábærum stað í miðborginni.
Góð framtíðarfjárfesting á svæði sem alltaf er vinsælt. Sjón er sögu ríkari.
Allar upplýsingar og bókun á skoðun á skrifstofu sími 570 4800 eða Sigþór Bragason lögg.fasteignasali S: 899 9787 sb@gimli.is
Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 42 ára starfsafmæli á árinu 2024. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli gerir betur...
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Gimli fasteignasala leggur áherslu á traust, áreiðanleika og góða þjónustu.
Það er okkar trú að það skipti öllu máli í fasteignaviðskiptum að viðskiptavinurinn fái trausta og góða þjónustu. Við hjá Gimli höfum stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti í meira en fjóra áratugi. Hjá okkur starfa sérhæfðir og reyndir fasteignasalar sem sinna stórum sem smáum verkefnum af nákvæmni og þekkingu sem skilar árangri.
Hvar erum við?
Gimli Fasteignasala er staðsett á jarðhæð í Skipholti 35 í Reykjavík en einnig rekum við söluskrifstofu að Eyrarvegi 29. 2 hæð á Selfossi.
Við höfum opið frá 10-15 mánudaga til föstudaga. Sláðu á þráðinn eða líttu við hjá okkur í Skipholtinu næst þegar þú átt leið hjá. Við erum alltaf með heitt á könnunni.
Gimli gerir betur...