Lýsing
Arkitektar: THG arkitektar
Verktaki: JE Skjanni ehf.
Vefsíða verkefnisins við Pollinn á Akureyri
Íbúðin er samtals 163,1fm., þar af er geymsla 14,1fm.
Íbúð 0403 er á tveim hæðum.
Neðri hæð 90,9fm.
Gert er ráð fyrir forstofu, eldhúsi, stofu, baðherbergi með útgengi út á um 13,9fm. svalir.
Auðveldlega má koma fyrir auka svefnherbergi við hlið eldhússins með svölum til vesturs.
Út úr stofu er útgengt á tvennar svalir.
Efri hæð 59,1fm.
Mikil lofthæð einkennir efri hæðina, þar er gert ráð fyrir gangi, baðherbergi og tveimur rúmgóðum svefnherbergjum hvort um sig með svalir.
Rúmgóð geymsla í sameign.
Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir íbúðinni.
Íbúðin afhendist fullbúin að utan en ófullgerð, nánast tilbúin til tréverks að innan. Gert er ráð fyrir að kaupandi vilji hanna lokafrágang á íbúðinni þar sem miklir og skemmtilegir möguleikar eru við lokafrágang á þessari einstöku eign.
ATH: Myndirnar að innan eru tölvugerðar.
Sameign er með glæsilegra móti.
Komið er inn í rúmgott anddyri. Stórar ljósakrónur og lýsing frá Lumex gefa fallega birtu.
Hljóðplötur í lofti, þannig að hlóðvist verður með besta móti.
Flísar á gólfi frá kjallara og upp á pall fyrstu hæðar. Frá fyrstu hæð eru stigagangarnir teppalagðir.
Innangengt úr hverjum stigagangi niður í lokaða bílageymslu.
Eigninni er skilað skv. skilalýsingu verktaka.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati þegar það leggst á eignina.
Sú nýbreytni mun verða að íbúarnir á reitnum við Austurbrú 10-18 munu geta nýtt sér þjónustu Skáld Hótels á sérkjörum, sjá hér.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Sölumenn Helgafells fasteignasölu
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 92.380,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.