Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Finnbogi Hilmarsson
Gunnlaugur A. Björnsson
Brynjólfur Snorrason
Ragnar Þorgeirsson
Sigríður Lind Eyglóardóttir
Ásdís Írena Sigurðardóttir
Elsa Björg Þórólfsdóttir
Vista
svg

791

svg

632  Skoðendur

svg

Skráð  9. júl. 2025

sumarhús

Þúfa 26 Kjós

276 Mosfellsbær

35.900.000 kr.

797.778 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2265121

Fasteignamat

1.775.000 kr.

Brunabótamat

0 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
45 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.

Lýsing

Heimili Fasteignasala og Anna Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu glæsilegt 45 fm. sumarhús með rúmgóðri nýrri timburverönd á eftirsóttum og fallegum stað í Kjósarhreppi nánar tiltekið Þúfa 26. Lóðin sem er 2.520 fm eignalóð er afar vel staðsett á skjólsælum stað með fallegum trjágróðri og útsýni.

BÓKIÐ SKOÐUN *** HÉR ***
 
Sumarhúsið er úr timbri og upphaflega smíðað af nemendum í Iðnskólanum í Hafnarfirði 1982 og 1983. Bústaðurinn var fluttur á staðinn og er mikið endurnýjaður og fallega innréttaður með steyptum undirtöðum. Viðhaldsfrí bárujárnsklæðing er að utan og þakið nýlega yfirfarið og málað. Bústaðurinn er allur panelklæddur að innan og hvítlakkaður, vinyl parket á gólfum. Góð lofthæð er í stofu sem er með stórum gluggum sem veita fallegri birtu inn í rýmið. Þriggja fasa rafmagn, nýir rafmagnsofnar og ný rafmagnstafla. Hitakútur er fyrir neysluvatn en hægt er að taka inn hitaveitu. Kalda vatnið kemur úr uppsprettu á svæðinu.

Nánari lýsing:
Eldhús og stofa eru í rúmgóðu alrými með útgengi á stóra timburverönd. Nýleg innrétting í eldhúsi, AEG eldavél, bakarofn og vifta. Ísskápur og uppþvottavél fylgja með.
Baðherbergi með glugga, nýr sturtuklefi, wc og vaskur í innréttingu.
Þrjú lítil svefnherbergi og svefnloft með opnanlegum glugga.

Rúmgóð og skjólsæll timburverönd er við húsið og fallegur trjágróður umlykur bústaðinn.  Búið er að samþykkja stækkun um 55 fm og jarðvegsskipta fyrir henni við hlið hússins, samþykktar teikningar geta fylgt með.  Byggja má í heild 200 fm á lóðinni.

Hér er um að ræða fallegt sumarhús sem bíður eftir nýjum eigendum til að njóta lífsins á einstaklega friðsælum og fallegum stað sem hægt er að njóta allt árið um kring þar sem fjölbreytt aðstaða er til útivistar í aðeins um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Mosfellsbæ. 
Sjón er sögu ríkari.
 
Allar frekari upplýsingar veitir Anna Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali sími 898-2017 netfang as@heimili.is
 

 


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Heimili fasteignasala

Heimili fasteignasala

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
phone
Heimili fasteignasala

Heimili fasteignasala

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
phone